Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 49
42
Árhi stiftprófastur Helgason.
[Skírnir
maður alla tíð. Hann minnist einatt á, hvað Treschow heim-
spekingur hafi sagt, þegar hann hlustaði á fyrirlestra hans:
»Mér er það sameiginlegt öllum guðfræðingum og flestum
heimspekingum, að ég trúi á forsjón, en í því er ég þeim
frábrugðinn, að þeir trúa á forsjón fyrir utan oss, en ég á
forsjón hið innra með oss«. Að stiftprófastur hafi trúað á
forsjón fyrir utan oss, er vafalaust.
í daglegri umgengni, bæði heima fyrir og utan heimil-
isins, var hann manna rólyndastur, því þótt hann væri að
eðlisfari geðríkur, hafði honum tekizt að temja svo skaps-
muni sína, að menn sáu honum sjaldan bregða. En komið
gat það fyrir, að hann rak upp skellihlátur, er honum þótti
einhverjum fjarstæðum haldið fram. Hef ég það eftir föður
mínum, sem um 10 ára skeið umgekkst stiftprófast daglega.
Og þótt hann yrði að finna að einhverju t. a. m. við hjú
sín, þá gjörði hann það með þeirri alúð og stillingu, að
engum datt í hug að taka honum það illa upp, eða hann
orðaði aðfinnslur sínar sem spaugsyrði, svo að jafnvel sá,
er fyrir þeim varð, gat hlegið með um Ieið og hann þó festi
sér aðfinnsluna í minni. Einhverju sinni hélt stiftprófastur
vinnumann, er Guðmundur hét. Hann þótti frernur hysk-
inn og það kom stundum fyrir um sláttinn, að hann lagði
frá sér orfið og hallaði sér út af milli þúfna og tók sér
blund. Stiftprófastur komst að þessu, en í stað þess að
gefa manninum maklega ofanígjöf fyrir hyskni hans, mælti
hann við hann, er hann gekk á teig næsta dag: »Gaman
væri, Guðmundur minn, ef þú vildir segja mér í kvöld, hvað
þig dreymir á teignum í dag!« Guðmundur skildi skensið
og lét af nppteknum hætti. Stiftprófastur var ekki fégjarn
maður og gekk ekki hart eftir lögmætum gjöldum, þar sem
hann vissi af þröng í búi. Hitt kom oft fyrir, þegar fátækir
áttu í hlut, að hann gaf þeim gjaldið að launum fyrir að
vilja standa í skilum. En hins vegar vildi hann ekki venja
menn á óskilsemi. Því gjörðist sú saga, sem hér skal skýrt
frá. Á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði bjó góður bjargálna-
maður. Einhverju sinni var stiftprófasti gengið upp að
kotinu. Hann drap á dyr og kom bóndi sjálfur til dyra.