Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 173
166
Refsivist á íslandi.
[Skírnir
vist berum orðum lögð við brotum. Heimildin fyrir því
að beita henni, er þar skýr og ótviræð. En auk þess voru
til þessa aðrar heimildir, er minna ber á. Á þessum tím-
um þótti það ekki jafn varhugavert og nú þykir, að leggja
það algjörlega á vald dómstólanna, hverri refsingu væri
beitt. Það var ekki ótítt, að sagt væri í lögum, að saka-
maðurinn skyldi »straffes som ved bör®,1) eða að verk
væri bannað, »under tilbörlig Straf«2) eða »under vilkaarlig
Straf«. Var þá ætlazt til þess, að dómstólarnir kvæðu á
um, hverri refsingu beitt skyldi, í hverju einstöku máli.
Enn er það, að á þessum tímum flokkuðu menn refsingar
öðruvisi, en vér gjörum nú. Gjörðu menn þá eigi jafn
glöggan greinarmun á líkamsrefsingum og refsivist, og nú
er gjörður. Þegar iög þá leggja við afbrotum »korporlig
Straf«, »Straf paa Kroppen«, »Straf paa Person« eða »leg-
emlig Straf« og þvíumlíkt, þá er þar bæði átt við líkams-
refsingar og refsivist. Því er, í kgsbr. 13. maí 1682 § 9,
talað um »Straf paa Person paa Bremerholm í Jern«3) og
í tilsk. 13. marz 1761 er »evigt Fængsek, nefnt sem dæmi
um »haard legemlig Straf«.4) Sveinn lögm. Sölvason telur líka
til líkamsrefsinga, bæði damnatio ad operas publicas, þ. e.
hegningarvinnu, og refsingu við vatn og brauð5.) Voru
eigi fá slík lagaboð sett hér á 17. og 18. öld, og gat falizt
i þeim heimild til að beita refsivist. Þó mun sú heimild
sjaldan hafa verið notuð, en dæmi eru þó til þess, eins og
þegar Markús sýslumaður Bergsson dæmdi, 15. sept. 1729,
Mála-Snæbjörn til 6 ára Brimarhólmsvistar í rikkilínsmál-
inu svo nefnda,6) m. a. samkv. heimild í kgsbr. 3. maí 1650.7)
Með þessum hætti komst refsivist í fyrstu inn í íslenzk
lög. En hún fór jafnframt smátt og smátt að tíðkast, í
1) Sbr, tilsk. 16. des. 1619 § 6, Lovs. f. Isl. 1. bls. 186.
2) Einkal. 16. des. 1619 § 21. Lovs. f. Isl. I. bls. 197.
3) Lovs. f. Isl. I. bls. 391.
4) Lovs. f. Isl. III. bls. 427.
5) Det isl. Jus. Criminale bls. 365—366.
6) Þsk. A. 39, VI.
7) Lovs. f. Isl. I. bls. 235.