Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 133
126
Tyrkja-Gudda.
[Skírnir
brjótast í að (láta) skrifa honum. Bréfið kemur til íslands
8 árum eftir ránið, og þó að það hafi þá verið 1—2 ára
gamalt, sýnir það, að ekki hefur Guðríður verið farin að
missa trúna eftir 6—7 ára vist í Algier, enda er hún árið
1635 talin meðal þeirra kvenna frá Vestmannaeyjum, »sem
drottinn varðveitir enn nú við trú og góða samvizku^1)
Þegar hún talar um þá neyð og háska, sem barn hennar
sé í, á hún vafalaust einkanlega við þá hættu, að hann
glati trú sinni meðal Tyrkja.
Næst segir það frá Guðríði, að 12. júní 1636 er hún
keypt af ekkju Ali Dey2) fyrir 200 ríkisdali og leggur hún
sjálf til 20 dali upp í lausnargjaldið.3) Hún er með dýrari
föngum, sem út eru leystir, enda kona á bezta skeiði. Hún
er líka ein af þeim fáu, sem leggja nokkuð fram sjálfir.
Sýnir það bæði ráðdeild hennar og hvert áhugamál henni
var að komast heim aftur. Af syni hennar fara engar sögur
framar. En sennilegast þykir mér, að hann hafi verið dáinn.
Annars myndi eitt hafa orðið yfir þau bæði að ganga.
Um sambúð þeirra Guðríðar og Hallgríms höfum vér
engar skilríkar frásagnir. Er það sem oftar, að heimildirnar
þrýtur þar sem sízt skyldi. Eg hef reynt að skyggnast eftir
því í kvæðum hans, sem gæti sýnt hug hans til konu sinn-
ar, en þar er ekki um auðugan garð að gresja. Síra Hall-
grímur hefur að vísu ort brúðkaupskvæði, þar sem hann
fer fögrum orðum um elsku og kærleik, og hann hefur ort
vikivakakvæði mörg til fallegra stúlkna. En allur þessi
kveðskapur er með siðasakablæ. Þar verður sjaldan séð,
hvort skáldið yrkir af eigin hug fremur en frá almennu
sjónarsviði. Persónulegri blær er á smákvæði einu, Tittl-
ingskvæði, sem byrjar svo:
Ektamakinn elskulegi,
___________ útvalinn á gleðidegi,
1) Tyrkjaránið, 429—30.
2) Auðvitað er hér um nafn að ræða, en ekki sjálfan deyann,
(smbr. orð Guðriðar i bréfinu: hjá einum Tyrkja). En þetta nafn
varð rót sögunnar, sem að framan er getið. Dey þýðir eiginlega
»móðurbróðir«, en var frá þvi um 1600 haft um höfðingjann í Algier.
3) Tyrkjaránið, 438.