Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 34
Skírnir] Árni stiftprófastur Helgason. 27
lifa í sambýli við dóttur séra Tómasar árum saman sem
prestskonu í Görðum. Hafi hann borið þykkju til séra
Tómasar, lét hann það sízt bitna á dóttur hans, móður
minni. Því að þess minntist móðir mín til dauðadags, hve
ástúðleg öll framkoma séra Árna hefði verið við sig.
Komið gat það fyrir, væri hann dálítið vínhreifur, að hann
minntist á viðskifti þeirra séra Tómasar og sín, og varð
honum þá eitt sinn að orði: »Ég efa ekki, að við samt
hittumst hinum megin sem beztu vinir, prestskona góð«.
Þætti mikið koma til séra Árna Helgasonar á prédik-
unarstólnum í þá daga, þótti vissulega ekki minna til hans
koma sem ræðumanns við sérstök kirkjuieg tækifæri eins
og útfarir. Þar tókst honum einatt sérstaklega upp, því
að þar kendi lítið andlegrar stefnu hans, hvort hún væri i
eina átt eða aðra. En þar birtist hvílikur mannþekkjari
hann var og snillingur til að lýsa ólikum skapsmunaein-
kennum mannanna. Af líkræðum, sem sá er þetta ritar
hefur séð.eftir hann á prenti (safn af tækifærisræðum hans
hefur aldrei verið prentað), mun mega telja ræðurnar við
útför ísleifs háyfirdómara Einarssonar á Brekku beinlínis
»klassiskar«. Mér liggur við að segja, að þar geti fáir
gjört betur. Vitanlega var þar eftir mann að mæla; en
ekki er með því fyrir það girt, að mistekizt geti. En hér
er svo frá öllu gengið, að hinn látni merkismaður stendur
þar eins og lifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Jafn-
framt skín það fram af öllu því, sem sagt er, hve skarpat-
hugull ræðumaður er. í tilefni af dómarastarfi ísleifs kemst
hann m. a. svo að orði: »Um hans störf í landsyfirréttinum
verður ekki mikið sagt, því það liggur ekki fyrir allra aug-
um, sem þar fram fer; embættisverkum dómstólanna er
lika svo varið, að þau eru ekki innifalin í framkvæmd,
heldur í því að rannsaka málstaði manns og ásigkomulag
verka, sem lög hafa lagt sektir við, og ákveða, hverja sekt
eða straff hvert lagabrot verðskuldi; en það vita menn
um hans starf, að hann gegndi því með allri þeirri alúð
og áhyggju, er honum þótti verksins vigtugheit útheimta.
■ . . . Hann vildi ekkert vita af þeim svo kallaða réttar-