Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 58
Skirnir]
Bölv og ragn.
51
virðist meðvitundin um skyldleika blóts og eiða annars
horfin, enda teljum vér það ekki til blótsyrða að leggja
guðs nafn við hégóma, svo sem að segja almáttugur! Þess
háttar orðatiltæki mega teljast fátíð á íslenzku.
í skriftamálum Solveigar Björnsdóttur, sem talin eru
frá 1495, stendur meðal annars þetta: »Nú játar eg þér
minn kæri skriftafaðir, að eg hefi syndir gört allar þær,
er vondur maður má misgöra, í blóti og í banni, meineið-
um og í guðhjálpareiðum, þrifeiðum og sálareiðum og
svarið á alla vegu við minn guð ranglega.« (Dipl. Isl. VII.
nr. 296, bls. 239). Ekkert af þessum eiðnöfnum finst í
íslenzkum orðabókum nema meineiður, og bendir það til,
að þau komi ekki víða fyrir. Guðhjálpareiður er auðvitað
orðtækið: »Svo hjálpi mér guð, ef . . .« Þrifnaðareiður
er að biðja einhvern aldrei þrífast, ef . . . og sálareiður
er að leggja sálu sína eða sálarheill að veði, svo sem
menn segja á dönsku min sjæl! eða min salighed. Á ís-
lenzku þekki eg ekkert slíkt orðtak. En því meira ber á
nöfnum þess gamla og bústaðar hans, og skal eg nú víkja
að uppruna þeirra og merkingu.
Hebresku nöfnin belzebub og satan hafa raunar
aldrei orðið alþýðleg hér, þó að þau komi við og við fyrir
i guðrækilegum ritum. Gott dæmi þess, að belzebub hefir
ekki orðið alþýðlegt, er saga, sem eg heyrði í æsku. Mað-
ur kom heim frá kirkju. Kona hans spyr: »Uin hvað tal-
aði hann nú í dag, blessaður presturinn?« »Og hann talaði
nú helzt um þessa belzebubba,« svarar hann. »Hvaða menn
eru það ?« »Og það eru nú þessir hreppsnefndarmenn.« »Ert
þú þá einn belzebubbinn, góði minn ?« »Svo á það að heita.«
Fyrir satan fundu menn þegar í upphafi góð og gömul
norræn orð sömu merkingar, en það voru orðin andskoti
og fjandi. Andskoti merkir eiginlega andskjótanda, þ. e.
þann sem beinir skeytum sinum gegn manni, óvinininn.
Fjándi er hluttaksorð af sögninni að fía, samandregið fjá,
sem þýðir að hata. Fjandi merkir því einnig óvin, og
óvinurinn hefir líka oft verið haft um fjandann. Bæði
andskoti og fjandi koma oft fyrir í Eddukvæðunum og
4*