Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 209
202
Georg Brandes.
[Skímir
sumum tímabilum, en á öðrum tímabilum hafa þær verið
dayfari og máttlausari en annarsstaðar, vegna þess að þær
hafa verið aðfengnar og ófrumlegar. Þannig verður það
stundum, að ein af hinum miklu hreyfingum álfunnar nær
til vor, en önnur ekki. Vér heyrum eitt herópið, en ekki
annað. Já, stundum gerist það, að vér höfum alls ekki
tekið þátt í framsókninni, með því að bylgjur hennar féllu
flatar og magnþrota við vorar sendnu strendur, en sog-
umst þó inn í strauma afturhaldsins.
Eg hygg, að eitt slíkt dæmi hafi gerzt á vorri öld.
Mér hefur þótt þetta eftirtektarvert og það er þessi at-
hugun, sem hefur knúð mig til þeirra rannsókna, sem eg
mun gera grein fyrir í fyrirlestrum þessum.
Þér vitið allir, hvílík byltingar-holskefla féll yfir ver-
öldina í lok 18. aldar, og hverjar urðu afleiðingar þeirra
tíðinda annarsstaðar, bæði í stjórnmálum og bókmenntum.
En satt að segja hefir þessi hreyfing að minnstu leyti
borizt til vor. Til dæmis að taka: eitt af höfuðatrið-
um byltingarstefnunnar var krafan um hugsunarfrelsi. En
hin frjálsa hugsun, sem fór svo djarflega og afrekaði
undraverk annarsstaðar, birtist hér í vesældargervi guð-
fræðislegrar skynsemistrúar. Hegel hefur sagt þessi fögru
orð: »Meðan sólin stóð kyr á himinhvelfingunni og reiki-
stjörnur snerust kringum sólina, hafði það aldrei gerzt,
að maðurinn stæði á grundvelli frjálsrar hugsunar, eða
með öðrum orðum stæði á höfðinu og reyndi að umskapa
og endurreisa allan veruleikann eftir sínu eigin höfði. All-
ar hinar fyrri byltingar höfðu verið staðbundnar, þessi var
hin fyrsta, sem ætlaði sér að umskapa mannkynið«. Því
verður ekki neitað, að vér Danir gættum velsæmis, vér
fórum ekki að standa á höfði. En þá er þessi ákafa fram-
sókn, knúin fram af sigurvissu mannlegrar hugsunar, af
ofsa hinnar hreinu hugsunar, hafði flætt yfir alla bakka
eins og á í leysingum, þá tóku menn að reisa skorður við
henni; þá hófst afturhaldið og með því bárumst vér. í öll-
um bókmenntastefnum vorum í byrjun þessarar aldar, í
kveðskap Oehlenschlágers, í prédikunum Grundtvigs, í ræð-