Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 222
Skirnir]
Georg Brandes.
215
aldrei lýðræðismaður. Hann hafði djúpa og sterka með-
aumkun með þjáningum undirokaðra stétta og kúgaðra
þjóða, — en hann treysti því ekki að múgurinn gæti nokk-
urn tíma bjargað sjálfum sér. Það var hans eina von, að
stórmenni framtíðarinnar kynnu að geta læknað sárin og
leyst vandamálin, að svo miklu leyti sem það væri gerlegt.
Það hefir oft verið fullyrt, að Nietzsche hafi gerbreytt
skoðunum Brandesar í þessu efni. Hann hafi áður verið
lýðræðismaður, en Nietzsche hafi innrætt honum trúna á
»ofurmennið«. En þetta er tilhæfulaust, svo sem rit Brand-
■esar bera ljósast vitni um. Hann hafði Iengi stefnt í sömu
átt sem Nietzsche, en hitt er satt, að rit hins merkilega
skálds og dulspekings höfðu um eitt skeið hin mestu áhrif
•á hann, enda varð Brandes manna fyrstur til þess að
vekja athygli á honum í Evrópu. Nietzsche virðist í raun-
inni ekki hafa frætt Brandes um neitt, sem hann vissi ekki
áður, en hann kveikti í ímyndunarafli hans og geðsmun-
um og eftir það verður »hetjudýrkun« Brandesar miklu
heitári og ákveðnari en áður. ÖII sú trúarþörf, sem til var
i sál hans, virðist hafa fengið þar útrás.
Af því sem nú hefir verið sagt má ráða, að yfirstétt-
irnar í Danmörku fóru ekki viturlega að ráði sínu, er þær
lögðu Brandes í einelti sem pólitískan háskagrip. Því að
meginkjarninn í stjórnmálaskoðunum hans og yfirstéttanna
var hinn sami: vantraust á múgnum. Hann hefði því aldrei
•orðið þeim hættulegur á stjórnmálasviðinu, ef ofsóknir þær,
sem hann varð fyrir, hefðu ekki knúð hann til samvinnu
við alla óvini valdhafanna. Og hann varð brátt háskalegur
•andstæðingur. Að vísu gerðust nálega engir hinna eldri
manna og aðeins örfáir meðal jafnaldra hans til þess að
fylgja honum, en brátt hafði hann um sig hirð kornungra
og fluggáfaðra rithöfunda, sem hann ól upp og innrætti
skoðanir sínar. Meðal þeirra má nefna Holgeir Drachmann
og J. P. Jacobsen, en síðan bættust ótalmargir við, bæði í
Danmörku og annarsstaðar á Norðurlöndum, eftir því sem
árin liðu. Brandes hafði verið meinað að verða prófessor,
on nú gerðist hann hershöfðingi, enda hafði hann frábæra