Skírnir - 01.01.1927, Page 60
Skirnir]
Bölv og ragn.
53
Grefill er orð, sem erfitt er að skýra. Varla er hugs-
anlegt, að það eigi skylt við verkfærisheitið grefill. Ef til
vill er það afbökun úr gryfill, sem er fornt viðurnefni og
að líkindum sama og grivil á nýnorsku, er merkir mann,
er gengur álútur og gýtur út undan sér augunum. Lík-
lega skylt sögninni að grúfa. Og vér höfum sjálfan Jón
biskup Arason heimildarmann fyrir þvi, að fjandinn sé kropp-
inbakur og gangi álútur. 18. erindið í Krossvísum hans
hljóðar svo:
Kristur gaf sinn andann út
á því helga tré,
köllus frá eg að kryppan lút
að krossi stilti og sté,
spyrr, h\mr syndir sé;
ætlar sá sem Ádám sveik
Jesú koma á kné.
Hér erum vér þá komnir að því heiti fjandans, sem
verst mun vera að skýra, þ. e. köllus eða kollus, en svo
heitir hann í kvæðinu Rósa eftir Sigurð blind i Fagradal.
Kollus sneyðr og knapar hans allir.
Af sömu rót er nafnið kölski eflaust runnið, og er þá
fyrst að líta á, hver rótin muni vera. Guðbrandur Vigfús-
son hélt að kölski væri leitt af kolur = hinn svarti. Mér
virðist þó liklegra, að allar þessar orðmyndir, kollus, köll-
us og kölski séu dregnar af orðinu kollur. Má hér minna
á frásöguna um Sæmund fróða í Jóns sögu helga eftir
Gunnlaug munk, sem talin er rituð á latínu laust eftir 1200
og þýdd ekki fyr en 1250: »En hinn heilagi Jón gat hann
uppspurðan, at hann var með nokkurum ágætum meist-
ara, nemandi þar ókunnuga fræði, svá at hann týndi allri
þeirri, er hann hafði á æskualdri numit ok jafnvel skirnar-
nafni sínu. En er hinn heilagi Jón kom þar, er hann var
fyrir, spurði hvor annan at nafni. Hinn heilagi Jón sagði
sitt nafn, en Sænnindr nefndist Kollr«. Það er nú ein-
kennilegt, að í miðaldaensku kemur fyrir orðið cole (colle,
coll) og leggja orðabókahöfundar það út svikari, bragða-
refur, og í annan stað kemur það fyrir í samsetningunni