Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 27
20 Árni stiftprófastur Helgason. [Skirnir
ast honum svo orð: »Hálft annað ár hef ég verið að
klúðra af þeim prédikunum, sem nú loks eru útkomnar og
flestar af klúður«. En svo bætir hann við, sér eins og til
afsökunar: »Hér tefur svo margt fyrir og þangað til í ár
hef ég ekki haft verelsi fyrir mig út af, sem er þó nauð-
synlegt eigi maður ekki að truflast uin of«. Séra Árni
hafði þá byggt sér hús í Breiðholti, en líklega hefur það
ekki verið stórt, úr því prestur hefur ekki haft neitt her-
bergi út af fyrir sig lengst af dvalarinnar þar.
Það var þó blátt áfram viðburður í heirni hinna kirkju-
legu bókmennta vorra, er þessar »Helgidagaprédikanir árið
um kring« eftir séra Árna birtust á prenti. í 100 ár hafði
enginn árætt að færast slíkt í fang, því að enginn treysti sér
að keppa við sjálfan Jón Vídalin, sem kristnum almenningi
var svo hjartfólginn kennimaður, að prédikanir hans varð
að endurprenta á tiu ára fresti. En Magnúsi konferenzráð
fannst tími til þess kominn, að einveldi Vídalíns yrði brotið
á bak aftur, og fór þess þvi á leit við séra Árna, sem þá
mun hafa farið mest orð af allra íslenzkra kennimanna, að
hann byggi til prentunar »eina umferð« prédikana, þ. e.
prédikanir til allra helgra daga kirkjuársins, og við þeim
tilmælum vildi séra Árni verða, ekki sízt er þau konm úr
þeirri átt, svo rniklar mætur hafði hann á Magnúsi konferenz-
ráði. Hann gekk þess sízt dulinn, að ný prédikanabók, sniðin
eftir þeirra tíma kröfum, mundi eiga erfitt uppdráttar hjá þjóð,
sem um 100 ára skeið hafði haft Vídalins prédikanir sér til
andlegs viðurlífis. Enda varð og sú raunin á. Menn þóttust
sakna þar kraftsins, mælskunnar og andríkisins, sem Vída-
líns prédikanir höfðu í svo ríkum mæli til brunns að bera.
Og menn þóttust sjá, að trúariærdómarnir horfðu alhnjög
öðruvísi við hjá séra Árna en hjá Vídalín. En það var
engin furða þótt svo reyndist, því að í þessum prédikun-
um töluðu menn, ef svo mætti segja, hvor úr sinni and-
ans heimsálfu. Annar — meistari Jón — var svo alger-
lega barn sinna tírna, rétttrúnaðar-tímabilsins, að margar af
prédikunum hans eru há-rétttrúaðar trúfræðiritgjörðir, með
svo sterkum keim af hinni frægu trúfræði Jóhanns Ger-