Skírnir - 01.01.1927, Page 162
Skirnir]
Jón Jacobson.
155
hann bú á Víðimýri. Honum iór búskapurinn vel úr hendi,
enda var hann jafnan góður fjárgæzlumaður og allra manna
skilvísastur í viðskiftum. Honum varð og gott til hjúa,
því að hann var jafnan mjög vinsæll af vinnufólki sínu.
Efnaðist hann talsvert þau 6 ár, sem hann bjó á Víðimýri,
og mátti stundum heyra á honum á efri árum hans, að
þaðan hefði hann aldrei átt að fara. Komst hann og brátt
í mikið álit rneðal sýslunga sinna. Hann var fulltrúi Skag-
firðinga á Þingvallafundi 1888, en síðar gerðist hann hrepps-
nefndarmaður, sýslunefndarmaður og safriaðarfulltrúi. Um
haustið 1892 var hann kjörinn þingmaður héraðsins og sat
hann sem fulltrúi þess á þingunum 1893—1899. Hann var
einn af stofnöndum kaupfélags Skagfirðinga og formaður
þess unr tíma. Loks hafði hann póstafgreiðslu á hendi
alla þá stund, er hann bjó á Víðimýri.
Árið 1895 gerðist sú breyting á högum Jóns Jacob-
sonar að hann kvæntist Kristínu Pálsdóttur Vídalín, systur
Jóns konsúls Vidalíns. Fluttist hann þá búferlunr til Reykja-
víkur/þótt hann héldi búi á Víðimýri þangað til í fardög-
um árið eftir. í december 1895 varð hann aðstoðarbóka-
vörður við landsbókasafnið, en forngripavörður varð hann
1897 og hélt því embætti til 1907. Landsbókavörður var
hann settur við fráfall Hallgríms Melsteds 1906, en fékk
veitingu fyrir því embætti 1908. Gegndi hann síðan þeirri
stöðu, unz hann fékk lausn frá embætti 1924 vegna heilsu-
bilunar. Eftir að hann fluttist hingað suður, var hann og
um langar stundir umboðsmaður Zöllners stórkaupmanns
hér á landi. Margsinnis var hann ráðinn latínukennari við
Menntaskólann í forföllum hinna föstu kennara og þótti
kennsla hans jafnan ágæt, fjörug, skýr og skemmtileg. Próf-
dómari við stúdentspróf var hann mestallan þann tíma,
sem hann dvaldi hér syðra. Og loks er þess að geta,
að hann var endurskoðandi við Landsbankann á árunum
1900—1909.
Heimili þeirra Jóns Jacobsonar og frú Kristínar var
jafnan eitt hið mesta myndar- og gestrisnis-heimili hér í