Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 234
Ritfregnir.
Halldór Hermannsson: Eggert Ólafsson (Islandica XVI).
Ithaca, 1925.
Vilhjálmur Þ. Gislason: Eggert Ólafsson. Reykjavik 1926.
Það var ekki nema maklegt, að Eggerts Oiafssonar væri minnzt
rækilega á tveggja alda afmæli hans, enda komu út tvö rit um
hann við það tækifæri, annað á ensku, en hitt á islenzku. Ber það
vott um, hver skriður nú er að koma á rannsóknir síðari alda sögu
vorrar og bókmennta. Þess er ekki langt að minnast, að þriggja
alda afmæli Hallgríms Péturssonar var látið líða hjá, án þess að
ritað væri um hann annað en smágreinir. Var þó þar enn opnara
skarð að fylla en um Eggert.
Halldór Hermannsson virðist hafa náð vel tilganginum með
sínu riti. Hann miðar við erlenda lesendur. Hann fær eins mikið
efni úr prentuðum ritum og tiltækilegt er að bera á borð fyrir þá
og þarf lítið að sækja til ókannaðra heimilda. Yfirlit hans um
ástand lands og þjóðar fyrir daga Eggerts, um æfi Eggerts, störf og
ritverk, er svo ljóst og læsilegt, að eg trúi ekki öðru en bókin verði
talsvert lesin utan lands. Jafnframt er ýmislegt sagt til skýringar
og skilnings á Eggerti og starfsemi hans, sem íslenzkir lesendur geta
grætt á. Halldór fer ekki mikið út í að rekja erlend áhrif á Eggert,
en þar sem hann víkur að slíkum samanburði, missir liann ekki
marks. Á stöku stað má gera athugasemdir. í titlinum á riti
Gracians er mislesið hnyttelegar fyrir snyllelegar (bls. 46; sama
villa i bók Vilhjálms bls. 125), eins og sjá má af myndinni af titil-
blaðinu, sem prentað er i bókinni. Þess hefði átt að geta bls. 28
nm., að Búnaðarbálkur var prentaður í 4. sinn i Fjallkonunni 1909
(Vilhjálmi hefur líka sézt yfir þessa útgáfu, bls. 229—30).
Um bók Vilhjálms er enginn hægðarleikur að rita i stuttu máli.
Hann ætlar hana auðsjáanlega einkum íslenzkum fróðleiksmönnum
og hefur viðað miklu efni að sér. Um suma kafla ritsins er eg alls
ekki bær að dæma. Eg get dáðst að þeirri djörfung höfundar, sem
er ónáttúrufróður maður, að færast það í fang að rita jafn rækilega
um náttúrurannsóknir Eggerts og hann gerir. Má kalla kraftaverk,
ef hann hefur sloppið sæmilega frá þvi, þar sem honum fatast ekki
sjaldnar á öðrum sviðum, þar sem hann ætti að vera betur heima.
15*