Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 53
46
Árni stiftprófastur Helgason.
|Skirnir
Bjarrti amtmaður hafði misst sjónina og orðið að láta af
embætti, fluttist hann til Reykjavíkur (1854) og varð þá
vikin milli vinanna styttri en áður og samfundirnir tíðari.
En þeim nægðu ekki samfundirnir, heldur skrifuðust þeir
lika iðulega á og hjöluðu í bréfum sínum, einkennilega
kjarnyrtum, um þau mál, sem uppi voru eða um líðanina,
væri ekki öðru til að dreifa. Annar aldavinur stiftprófasts-
ins, sein hann hélt tryggð við meðan lifði, var Ólafur M.
Stephensen sekretéri í Viðey, sem hann hafði útskrifað 1810
ásamt Sveinb. Egilssyni. Loks jók það mjög á unaðsblíðu
ellidaga stiftprófasts, að ýmsir af ættmönnum síðari konu
hans voru búsettir nærlendis, en allir litu þeir upp til hins
æruverða öldungs með ást og virðingu og sóttu hann heim
iðulega, er hann var sjálfur hættur að geta komizt að heim-
an. Má þar nefna sem elztan þeirra Hannes St. Johnsen
kaupmann, hálfbróðir frú Sigriðar, alkunnan mætismann,
sem stiftprófastur hafði útskrifað 1830, bróðurson hennar Vil-
hjálm Finsen, sem fram að 1860 var hér land- og bæjarfógeti,
systurson hennar Árna Thcrsteinsson, er 1861 varð eftir-
maður Vilhjálms i þeirri stöðu, og loks bróðurson hennar
Hilmar Finsen, er frá 1865 var hér stiftamtmaður (og síð-
ar landshöfðingi). í bréfi til Ólafs M. Stephensen (frá 1865)
minnist stiftprófastur hins síðarnefnda svofeldum orðum:
»Þá hef ég séð minn hingað flutta frænda eða réttara sagt
Sigríðar minnar, Hilmar, son mins elskulega Jóns, fyrsta
Iærisveins míns, sem ég kendi barnungum i Skálholti og
seinna bjó undir skóla, en hef aldrei augum litið síðan
sigldi. Mér vöknaði um augun (öldruðum iná allt til af-
sökunar verða) er ég sá hann hér i stofunni minni. Hann
minnti mig á föður sinn ungan, sömu blessuð augun og
yfirbragðið, en málfarið náttúrlega annað. Þetta átti þá
fyrir okkur að liggja, Sigríði minni og mér, að fagna syni
Jóns sem æðsta valdsmanni þessa lands. Guð gefi lukku
til. Viljann hefur hann góðan — en tímarnir eru vondir,
vinur minn«.
Yfirhöfuð að tala var Árni stiftprófastur manna vin-
sælastur um dagana, en því olli skapferði hans, einlægni,