Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 61
54
Bölv og ragn.
[Skirnir
cole- (col- coll-) prophet, útlagt galdramaður. Á hollenzku
er til orðið kol, og merkir blesóttan hest og gand, op kol
rijden er að ríða gandreið. Kol (kv.k.) er galdrakona.
Þá má minna á, að vér segjum »farðu kollóttur« eða »farðu
grákollóttur« engu síður en »bölvaður« eða »grábölvaður«.
Loks má minna á það, sem segir í sögu af Þorsteini Bæj-
armagni. »Hann sá einn kollóttan pilt uppi á hólnum ok
mælti: móðir mín, segir hann, fá þú mér út krókstaf minn
ok bandvetlinga, því at ek vil á gandreið fara, er nú há-
tíð í heiminum neðra«. Þessi piltur er síðan tvívegis nefnd-
ur kollsveinn, þar sem á hann er minst í sögunni. Þegar
alt þetta kemur saman, virðist mér það benda í eina átt
og hugsa eg mér, að saga orðmynda þessaara sé eitthvað
á þessa leið.
Orðið kollur hefir snemma verið haft fyrir einskonar
gæluorð. »Kollur minn,« segir Guðmundur biskup Arason
við drenginn, og svo segjum vér enn í dag. í sumum
viðurnöfnum, sem enda á kollur, svo sem afráðskollur,
fljóðakollur, skeiðkollur, merkir kollur auðsjáanlega ekkert
annað en mann, eins og kolla í »friðkolla« merkir stúlku
og ekki annað. Og í vorum munni er skrattakollur alveg
sama tóbakið og mannskratti. Það er eins og að skeggi,
í eyjarskeggi, merkir mann blátt áfram og skeggmerkingin
er horfin eða því sem næst. Nú hafa menn á öllum öld-
um gefið fjandanum fjölda af gælu- og tæpinöfnum, eins
og eg síðar skal víkja að, og sum þeirra svo litlaus sem
mest má verða. Þannig segja Svíar »hin« um fjandann
eða »den och den« (ta mig den och den) og Jótar kalla
hann »dennemand«. Eg held því að kollur hafi verið haft
um fjandann til þess að hlifast við að nefna hann beint.
Kollus og köllus væru þá latneskar myndir hins íslenzka
orðs, auðsjáanlega til þess að gera það að enn meira tæpi-
nafni og gefa því um leið kýmilegan blæ. Einhvern veg-
inn hefir það komist inn í þjóðtrúna hér á landi, að kölski
væri ekki vel latínulærður, sbr. söguna um þá Sæmund
fróða, og var þá enn skoplegra að nefna hann latínukendu
nafni. Að o hefir breyzt í ö, í köllus og kölski, er því líkt