Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 14
Skírnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
7
fræðslustefnunni fylgjandi ekki síður en hinir, en þó yfir-
leitt jákvæðari í skoðunum sínum, hélt t. a. m. fast fram
guðdómlegum uppruna kristindómsins, en var jafnframt
manna umburðarlyndastur við þá, er héldu fram skoðun-
um, er riðu í bága við skoðanir sjálfs hans.
Þegar litið er á kristindómsskoðun Árna Helgasonar
eins og hún síðar kemur fram í prédikunum hans, má lík-
legt telja, að sé þar að ræða um mótandi áhrif frá nokkrum
af kennurum hans í guðfræðivísindunum, þá sé þar einna
helzt að nefna Frederik Miinter, þótt beinar sönnur verði
ekki fyrir því færðar. Svo oft sem Árni nefnir heimspek-
inginn Niels Treschow prófessor (f 1833), sem á þeim árum
var í miklu áliti í Khöfn (en fluttist til Kristjaníu 1813, er
háskólinn komst á fót þar), þá virðist af því mega ráða,
að Árni hafi haft rniklar mætur á honurn.
Hugur Árna Helgasonar mun um þessar mundir öllu
fremur hafa hneigzt til kennarastarfs en prestskapar, og
hraðaði hann því ekki heimferð sinni. Dagana 2.—5. sept-
ember haustið 1807, er Englendingar settust um Kaup-
mannahöfn og skutu á borgina, varð Árni að herklæðast
eins og aðrir vopnfærir stúdentar, til þess að taka þátt í
vörn borgarinnar. Sú hersveit, sem Árni var í, var látin
vera á verði hjá Börsen undir forustu yfirforingja Lo-
rentsens. En ekki leyfði hann stúdentunum að taka þátt í
áhlaupi á óvinaherinn, því að hann taldi !íf þeirra alt of
dýrmætt föðurlandinu til að stofna því í háska. Þrjár næt-
ur í röð varð Árni að vera á verði. En þegar hann frétti
um morguninn eftir 3. nóttina, að Peymann hershöfðingi
hefði gefið upp vörnina og boðizt til að selja af hendi
flotann, þá gat hann yfirgefið vörðinn; en svo var hann
þreyttur eftir herþjónustuna, þótt ekki yrði lengri en þetta,
að hann lagðist til svefns í heyhlöðu konungs (det kgl.
Homagazin) þar skamt frá og svaf 30 stundir í einni strik-
lotu án þess að kenna hungurs. Árni lét þá urn haustið
innritast á »Seminarium pædagogicum«, sem sérstaklega
var ætlað þeim, er ætluðu að gjörast skólamenn. En jafn-
framt sarndi hann latneska ritgjörð allmikla um guðfræði-