Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 246
Skírnir]
Ritfregnir.
239
valalaust lesendafæðin. íslendingar eru flestir lítt hneigðir fyrir nátt-
úrufræði. Hugur þeirra snýst oftast um annars konar efni, og er þá
eðlilegt, að þeir velji bækur að því skapi. — í öðru lagi hafa
bækurnar ekki verið þann veg gerðar, að almenningi geðjaðist
að þeim eða hefði þeirra full not. Það hefur sjaldnast verið völ
sérfróðra manna til að frumrita bækur um náttúrufræði á íslenzku
og þá hefur verið gripið til að fá þær þýddar. Þýðendur hafa oft
borið lítið skyn á það, sem þeir þýddu, og gátu þvi illa varizt, að
efnið raskaðist eigi, hvað þá heldur, að þeir hafi verið færir um að
vikja nokkru við til þess að það yrði íslenzkum lesendum kunnug-
legra. — Enn hafa verið þeir menn, sem lagt hafa út i að »frum-
semja« alþýðlegar fræðibækur, án þess að hafa nokkur skilyrði til
þess að leysa verkið sæmilega af hendi. Fyrir þessum mönnum
hefur efalaust vakað, að Iéleg bók gæti þó verið betri en engin
bók, eða þá gengið upp i þeirri dul, að enginn yrði til þess að setja
út á verk þeirra og að »flest væri fullgott í sveitamanninn*.
Það er ef til vill meiri vandi að rita slikar bækur, sem hér
ræðir um, við hæfi íslenzkrar alþýðu heldur en annara landa. Þorri
manna hér hefur aldrei i skóla komið né fengið leiðbeiningu til að
brjóta námsbækur til mergjar. Fyrir þá verður því jafnan að leitast
við að skýra málin frá rótum. í öðrum og stærri löndum má rita
»alþýðlegar« fræðibækur, miðaðar við meiri eða minni skólalærdóm
lesenda. — Margar þýzkar alþýðubækur eru t. d. svo efnismiklar,
að háskólanemendur nota þær iðulega til þess að fá almennt yfirlit
námsgrein áður en þeir byrja á sérstökum námsbókum.
Með ritsafni því, er »Lýðmenntun« nefnist, hefir hr. Þorst. M.
Jónsson bóksali á Akureyri enn á ný hafið tilraun til að koma upp
bókasafni handa alþýðu. Virðist safnið eiga að greinast í flokka eftir
efni og smásaman fjalla um allt mögulegt milli himins og jarðar.
í flokki þeim, er hlotið hefir nafnið Heimsjá, hefir próf. Ágúst
Bjarnason riðið á vaðið með bók þá um himingeiminn, sem hér
liggur fyrir. Er ætlazt til, að þrjú bindi fylgi eftir i svipuðum stil og
eiga þau að segja sögu visindanna »svona í aðaldráttunum«, eins
og komizt er að orði í formálanum.
Það er þvi vitanlegt, að þegar meta skal þetta verk höf., verð-
ur að hafa það hugfast, að fyrst og fremst vill hann gefa útsýn yfir
hugmyndir þær um himingeiminn, sem menn almennt hafa aðhyllzt
á ýmsum öldum og siðast en ekki sízt, hvernig þekkingu vorra
daga er komið í þeim efnum. En auðvitað er ómögulegt að segja
sögu stjörnuvísindanna — sizt íslendingum — án þess að skýra um
leið frá aðalhugtökum og rannsóknatækjum þeirra.
Þetta hefur höf. einnig lagt stund á. — En um leið hefur hann
einmitt neyðst inn á svið, sem hann er langt frá að vera fótviss á.