Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 76
SkirnirJ
Bæjarbragur i Reykjavík.
69
enginn skraddari í bænum, en margar saumakonur, sem
ílestar áttu við fremur þröngan kost að búa.
Þegar lýsa skal matarhæfi bæjarbúa, þá verður aðal-
lega miðað við daglegan kost alþýðunnar, því að höfðingj-
arnir munu hafa haft líka fæðu og þeir hafa nú, nema allt
var þó óbrotnara en nú. Aðalfæða alþýðunnar var þá
grautur og fiskur. Það var vatnsgrautur, oftast óbættur,
eða þá með súrmjólk út á, undanrenningu eða sírópi. Fisk-
ur var alltaf borðaður, þegar hans var kostur, soðinn, aldrei
steiktur, með floti og kartöplum, væri þetta til. Allt var
notað, haus og lifur, kútmagar og hrogn. Oft var troðið
mjöli í kútmagana, og hjetu þá mjölmagar. Hrogni var
hnoðað saman við mjöldeig, og búnar úr kökur, er svo
svo voru soðnar, soðkökur. Ef eigi var nýr fiskur til, þá
var hann jetinn, siginn eða úldinn. Harður fiskur var sjald-
gæfur rjettur á borði fátæklinganna. Á vorin var rauð-
magi eðlilega aðalfæða efnamanna, en alþýðan varð að
láta sjer nægja grásleppuna, einkum eptir að hún var orð-
in sigin. Venjulega var borðað þrímælt, morgunverður um
kl. 10, blautfiskur eða brauð, og kaffi á eftir; miðdagur kl.
3, það sem fyrir hendi var, þorskhausar, brauðbiti, og kl.
7 grauturinn eða kjötsúpa, þar sem efni voru til, oftast
einu sinni eða tvisvar á viku, meðan kjötið entist. Þetta
var aðalmáltíðin, og brátt að henni lokinni var farið í rúm-
ið að minnsta kosti á veturna. Brauðið var rúgbrauð úr
Bernhöfts bakaríi. Franskbrauð var lítið haft um hönd og
sízt hjá alþýðu, en súrbrauð á tyllidögum. Þá fluttist hingað
mikið af skonroki (brauðkökum) og kringlum (hagldabrauði).
Var mikið af þvi brauði keypt af alþýðu. Viðbitið var
smjör, ef það var til, en annars tólg, flot, síróp og púður-
sykur. Smjör var fremur torgætt, og um leið nálega óætt,
súrt og myglað, fullt af hárum, því að almennt hreinlæti stóð
þá enn á mjög lágu stigi, ekki sízt við sjávarsíðuna. Smjörlíki
þekktist þá ekki. Algengasta brauðtegundin var þá kaka eða
flatkaka úr rúgmjöli og vatni, er var hrært saman i trogi, og
síðan hnoðaðsaman. Kökurnarvoruflattarútmeðkefli.þangað