Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 207
200
Georg Brandes.
[Skímlr
Um hvað fjölluðu þá þessir fyrstu fyrirlestrar Brandesar?
Um stefnur og strauma í bókmenntum Frakka í upp-
hafi 19. aldar. Þá verður fyrst vart við afturhvarf frá
hinum fjöllynda rannsóknaranda 18. aldar. Hinir miklu rit-
höfundar þeirrar aldar voru andlegir feður hins hræðilega
stórviðris, sem skall yfir 1789, og nú voru hamfarir og
hryðjuverk byltingarinnar skrifuð á þeirra reikning. Kenn-
ingar þeirra höfðu verið færðar út í öfgar og afskræmzt i
höndum byltingarmanna, en nú var vaxin upp ný kynslóð,
sem var þreytt á hinum ægilegu umbrotum, trúlaus á alla
framsókn og renndi bljúgum vonaraugum til hinna fornu
goða, sem byltingin hafði steypt af stalli um hríð. Brandes
lýsti nú rithöfundum og ritverkum þessa tímabils af þeirri
fágætu snilld, sem honum var gefin, því að það hafa allir
játað, bæði vinir og óvinir, að fár eða enginn hafi nokkru
sinni kunnað betur en hann að bregða skínandi björtu
ljósi yfir skáldrit, beina athyglinni að höfuðatriðinu með ör-
stuttri athugasemd og leiða höfundinn fram fyrir augu les-
andans. En hvað olli þá öllum þeim hóflausa gauragangi,
sem varð í Danmörku út af þessum fyrirlestrum?
Því er fljótsvarað. Það var aldrei aðalmarkmið Brand-
esar að rita bókmenntasögu, heldur hitt að ganga á hólm
við þá margvíslegu hleypidóma og erfikenningar, sem
höfðu þá um langan aldur skipað öndvegíð í andlegu lífi
Dana. Bókmenntasagan var aðeins vopn, sem honum
var sérstaklega handhægt. í fyrsta fyrirlestrinum sem hann
hélt, gerði hann grein fyrir þessum tilgangi sínum.
Hann hóf mál sitt á þessa leið:
»Mér er nauðsyn að biðjast umburðarlyndis áheyr-
anda minna, um leið og ég byrja þessa fyrirlestra. Þetta
er hið fyrsta sinn, að ég tala á þessum stað og gallar við-
vaningsins loða ennþá við mig. Bæði hæfileikum mínum
og þekkingu er mjög ábótavant. En ég vona, að tíminn og
æfingin leiðrétti mörg þau missmíði, sem af þessu kunna að
spretta. En að því er kemur til meginskoðana minna, tií
þeirra höfuðkenninga og hugsjóna, sem eg fylgi, þá biðst
ég alls einskis umburðarlyndis. Ég mun engu breyta, þótt