Skírnir - 01.01.1927, Page 142
Skirnir] Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. 135
Tom’s Cabin« hafi unnið gegn ánauð svertíngjanna. En bók
Sinclairs sé miklu betur rituð. Lundúna-blaðið »Punch«
minntist bókarinnar í ljóði, og í því stendur meðal annars,
að hún muni koma lesandanum til að hnipra sig saman,
því að hún sé rituð af dásamlegum, hrífandi mætti; hún
þrífi með tröllslegum krafti utan um hálsinn á mönnum
og sundri blekkingunum með afli jarðeldanna.
En þetta er voðaleg og hryllíleg bók — hvort sem
litið er á frásögn höf. urn það, hvernig þessir stórauðugu
menn skifti við almenning, eða á kjör þau, sem verka-
fólkið á við að búa, eða þær afleiðingar, sem kjörin hafa
í för með sjer.
Eftirlitið var ekkert. Ríkisvaldið átti að hafa það, en
kjötjarlarnir slitu það af sér eins og brunninn þráð. Stórfé
var varið á hverri viku til þess að koma inn í sláturhúsin
fárveikum skepnum, og lýsingarnar á þeim veikindum eru
hinar afskaplegustu. Meðferðin á sumu af kjötinu sú
gegndarlaus andstyggð, að naumast er frá henni segjandi.
nema. menn séu tilneyddir; en nákvæmlega frá henni skýrt
í bókinni. Ailt í gróðaskyni frá eigendanna hálfu. Ágirnd-
in gersamlega takmarkalaus. Enginn vottur nokkurrar sam-
vizku eða sómatilfinningar.
Þessi gífurlegu matvælasvik voru þó ekki aðalatriði
málsins í Sinclairs augum. Þau urðu að aðalatriðinu úti
meðal þjóðarinnar, þegar skrið komst loks á málið. Sin-
clair segist hafa ætlað sér að hitta landa sína í hjartað.
En hann hafi hitt þá í magann. Kjör verkafólksins lágu
honum i mestu rúmi — og svo afleiðingarnar af þeim.
Kjörin voru, i sem styztu máli, kúgun á allrasvæsnasta
stigi. Karlmennirnir urðu að siðferðilegum úrþvættum og
konurnar að skækjum — beinlinis reknar út í saurlifnað-
inn með ráðnurn hug yfirmanna sinna.
Sagan kom fyrst út í jafnaðarmanna-blaði einu í Chicago.
Hún olli miklum umræðum. En auðvitað gerðist ekkert í
málinu, þó að hún væri prentuð þar. Sinclair varð að koma
umræðum um málið inn í eitthvert málgagn, semvarveru-
lega tekið til greina. Honum kom til hugar að leita til