Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 212
Skirnir]
Georg Brandes.
205
stakar setningar, rifnar út úr réttu samhengi, afbakaðar og
afskræmdar af illvilja eða misskilningi. Það var sagt, að
hann hefði ráðist á Dani, af því að þeir væru ekki guð-
leysingjar; að hann hefði talað með stækri fyrirlitningu um
Danmörku og danskar bókmenntir; að hann hefði kallað
Thorvaldsen gamalt flfl; að hann væri hlynntur sjálfsmorð-
um og hórdómi; að hann hefði farið háðulegum orðum um
heimilislífið, ráðizt á sjálft þjóðfélagið o. s. frv., o. s. frv.
Þeim stormi, sem Brandes nú fékk í fangið, slotaði
seint og í raun og veru aldrei til fulls. Nú á tímum mun
flestum, sem lesa hina fyrstu fyrirlestra hans, verða tor-
skilið, hve geyst og gífurleg andmæli þeir vöktu í Dan-
mörku. Flestar þær kenningar, sem þar eru fluttar, eru nú
fyrir löngu orðnar daglegt brauð, — hneyksla að minnsta
kosti enga, nema einstöku andlegar eftirlegukindur. Maður
verður að reyna að gera sér ljóst, hvert ástand var í Dan-
mörku, þegar Brandes hóf starf sitt, til þess að geta skilið,
hve illar viðtökur hann fékk.
Ófarirnar 1864 höfðu svo sem vænta mátti haft hin
skaðvænustu áhrif á andlegt líf í Danmörku. Þjóðin hafði
steypt sér út í ófrið við tvö stórveldi af ótrúlegri léttúð,
enda hafði þjóðarmetnaður hennar tryllzt í viðureigninni
við Þjóðverja í hertogadæmunum. Grundtvig hafði t. d.
innrætt fylgismönnum sínum, að Danir væru útvalin þjóð
guðs (»guds hjærtefolk«), og sú trú virðist hafa verið býsna
almenn í landinu, að drottinn »gæti ekki verið án Dan-
merkur litlu«. Árið 1864 flutti þvi miður aðra kenningu,
en sem vonlegt var gátu Danir ekki þegar i stað áttað
sig á, hvar nú var komið. Á stjórnmálasviðinu varð sú
hin fyrsta afleiðing hins mikla ósigurs að grundvallarlög-
um landsins var breytt í afturhaldsátt (1866). Og hatrið til
Þjóðverja varð á næstu árum eftir stríðið svo ólmt, að það
bar stundum alla skynsamlega íhugun ofurliði. Svo spakur
maður og hógvær sem Hostrup gamli lagði það jafnvel
til, að þýzka yrði gerð ræk úr dönskum skólum (»Krig
mod sproget, mordersproget, tysk os blive maa som russ-
isk!«) Eina vonin var, að Frakkar lægðu ofmetnað Þjóð-