Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 174
Skirnir]
Refsivist á íslandi.
167
framkvæmd laga og dómgæzlu, ólöglega eftir þvi sem vér
lítum á það mál nú. Á fyrstu áratugum 18. aldar litu menn
öðrum augum á það, hvað væru gildandi lög i landi hér,
en vér gjörum nú. Sú skoðun var þá töluvert almenn, að
lög þau, er einvaldskonungurinn hafði sett, ættu og
mættu gilda í öllum ríkjum hans og löndum, jafnvel þó að
þau eigi hefðu verið lögleidd þar sérstaklega. Þess vegna
tóku menn þá að beita hér á landi dönskum og norskum
löguin, sem aldrei höfðu verið lögleidd hér, m. a. að dæma
menn til refsivistar án nokkurar heimildar í íslenzkum lög-
um. Eins tóku yfirvöld þau, er sjá áttu um framkvæmd refs-
inga, sér stöku sinnum vald til þess í fullkomnu lagaleysi, að
senda sakamenn til Brimarhólms, án þess að þeir hefðu
verið dæmdir til þeirrar refsingar. Björn Þórðarson nefnir
eitt dæmi þessa,1) þjófana úr Keflavík, er yfirvöldin á Suð-
urnesjum og kaupmennirnir létu senda til Brimarhólms
1692. Alþingi hafði að eins dæmt þá til hýðingar og brenni-
marks2). Annað dæmi nokkru eldra er það, að Jón nokkur
Helguson hafði verið dæmdur útlægur fyrir meinsæri, en
höfuðsmaðurinn mælti svo fyrir, að hann skyldi fluttur til
Brimarhólms. Hefir höfuðsmanni þótt þetta réttasta að-
ferðin við framkvæmd útlegðardóins. Alþingi beygði sig
fyrir þessari skipun höfuðsmanns, og lagði samþykki sitt á
hana.3) Það er eigi fyr en siðar, að farið er beinlínis að
dæma menn eftir erlendunr lögum til Brimarhólmsvistar,
og íslenzkum dómsstólum til afsökunar skal þess getið að
þeir áttu ekki upptökin að því, heldur hæstiréttur Dana.
Fyrsti dómurinn, sem um það hljóðar, er dómurinn í hinu
alkunna máli Magnúsar Benediktssonar á Hólum í Eyjafirði.
Magnús var grunaður um morð, eða hlutdeild í því, og
var boðið að færa sig undan gruninum með tylftareiði.
Honum varð eiðfall, og 1706 dæmdi alþingi hann útlægan
af landinu fyrir eiðfallið.4) Var dómurinn bygður á Jb. Llb.
1) Refsivist bls. 3 n. m.
2) Aiþb. 1692 nr. 20.
3) Alþb. 1675 nr. 26.
4) Alþb. 1706 nr. 15.