Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 134
Skirnir]
Tyrkja-Gudda.
127
kær skal mér, en öðrum eigi,
ann eg meðan lifir sá.
Er þar lýst samheldni og sparneytni hjóna, sem una
hag sínum og skeyta ekki um annara auð.1) En eg veit
ekki einu sinni sönnur á því, að þetta kvæði sé eftir síra
Hallgrím, og því síður, að hann hafi þar verið að lýsa sínu
eigin hjónabandi. Af því að Guðríður lifði mann sinn, fór
hún á mis við beinan vitnisburð af hans munni Hann hefði
ort um hana erfiljóð, þó að hún yrði honum ekki lifandi
að yrkisefni. Að vísu hefði mátt trúa þeim vitnisburði með
varúð, eins og gengur, en orðin eru þó oftast fróðlegri en
þögnin. Samt verður stundum að grípa til þagnarinnar, ef
betri heimildum er ekki til að tjalda. Það er merkilegt, að
ekki einu sinni þjóðsögurnar skuli geta eignað Hallgrími,
sem þó var allt annað en orðvar maður, eitt einasta erindl
um Guðríði, sem sé henni til ámælis.
Af skáldskap síra Hallgríms eru rímnaflokkar hans
lang-ókunnastir. Mér er nær að halda, að enginn þeirra
manna, sem um hann hafa ritað, hafi lesið þá yfir. Þar
er þó mörg vísa vel kveðin og ýmislegt, sem lýsir skáld-
inu sjálfu. Rímurnar af Lykla-Pétri og. Magelónu eru að
öllu leyti ómerkastar, af Flóres og Leó (þar sem H. P. tók
við af Bjarna skálda) snjallast kveðnar, en í Króka-Refs
rímur hefur skáldið lagt mest til frá sjálfum sér. Þær þykir
mér sennilegt, að hann hafi ort meðan hann var á Hvals-
nesi. Þar segir hann svo í 3. erindi I. rímu:
Mig hefur beðið auðar ey
ekki lengi þegja,
veit eg hefðar-vífi nei
varla tjáir segja.2)
En í XIII. rímu (9—10. erindi) tileinkar hann þessu-
hefðarvífi rímurnar og segir nafn hennar:
1) Sálmar og kvæði, II, 389—90. Enn vantar algjörlega út-
gáfu af verkum H. P., er hægt sé að hafa til undirstöðu við rann-
sókn kveðskapar hans. Er mikið efni til slikrar útgáfu ónotað í
handritasöfnum Landsbókasafns.
2) 1 Króka-Refs rimur er hér vitnað eftir Lbs. 1429 4to.