Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 225
218
Georg Brandes.
[Skírnir
þakkarræðu þeirri, sem Brandes hélt að samsætislokum,
greip hann tækifærið til þess að minnast þessara landa
sinha, sem yrðu að hverfa úr landi »nauðugir og án þess
þéim sé haldið neitt samsæti«, — og tefldi þar með vin-
sældum sínum meðal Þjóðverja í tvísýnu. Um aldamótin
1900 keyrði kúgun Þjóðverja á Suður-Jótlandi úr hófi fram.
Brandes, sem þá var fyrir Iöngu orðinn frægastur allra
danskra rithöfunda í Evrópu, ritaði þá harðorðar greinar
gegn harðýðgi og rangindum þýzku stjórnarinnar, og vissi
hann þó, að með því mundi hann vekja hatur gegn sér
á Þýzkalandi og stórspilla fyrir sölu bóka sinna þar syðra,
enda varð sú raun á. Mörgum mun kunnugt, hve önd-
verður hann reis gegn sölu vestur-indversku eyjanna, er
það mál komst fyrst á dagskrá í Danmörku. Dönum hafði
hVorki tekizt að stjórna eyjunum sjálfum sér til gagns né
eyjaskeggjum til nytja. Það virtist því öllum fyrir beztu,
að Danmörk léti eyjarnar af hendi við Bandaríkin gegn
ríflegu fégjaldi, enda fór svo að lokum. En þrátt fyrir allt
það, sem farið hafði milli Brandesar og landa hans, þrátt
fyrir ævilanga baráttu hans gegn dönskum þjóðernis-of-
metnaði á sviði bókmennta og stjórnmála, mátti hann ekki
til þess hugsa, að Danaveldi gengi til þurðar. Það var
honum meira tilfinningamál en svo, að hann gæti rætt það
með köldu blóði. íslendingar urðu þess og eitt sinn varir,
að hann gat verið ærið fyrtinn, ef honum þótti gengið of
nærri dönsku ríkisheildinni. Svo sem kunnugt er hafa Danir
lengst af enga hugmynd haft um, að til væru neinar ís-
lenzkar bókmenntir frá síðari öldum. Brandes var kunnugt
um, að Þjóðverjar höfðu um langt skeið lagt mikla stund
á að kynnast hinum yngri bókmenntum vorum, og er Hol-
geir Wiehe gaf út þýðingu sína á nokkrum sögum eftir
Gest Pálsson, ritaði Brandes ágæta grein um Gest og fór
hörðum orðum um þá fyrirlitning, sem íslenzkum bók-
menntum væri sýnd í Danmörku. Þessi grein mun hafa
vakið mikla eftirtekt í Danmörku og víðar á Norðurlönd-
um. Enda var þess nokkur þörf, að einhver málsmetandi
maður tæki svari íslenzkra bókmennta í Danmörku, því að