Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 154
Skírnir] Upton Sinclair og auðvaldið i Bandaríkjunum. 147
þörfum barnanna. Það er hvarvetna sniðið eftir þörfum
óaldarflokksins« (auðvaldsins). Og Sinclair segir, að það
sem í þessari staðhæfing sé fólgið, sé aðalefni bókar sinn-
ar. Rökin, sem hann færir fyrir þessari geipilegu fullyrð-
ing, eru römm.
Eg ætla að setja hér í þýðingu nokkurar línur úr
niðurlagi þessarar bókar. Eg hefi ekki rekið mig á neinn
stað í bókum hans, þar sem tekið er fram í jafn-stuttu
máli, hvernig hann lítur á ástandið i Bandaríkjunum. Hann
segir þar1): »Fræðurum Bandaríkjanna hefi ég þetta að
segja — og líka foreldrum í Bandaríkjunum: Lítið kringum
yður í þessu landi voru. Lítið ekki á það gegnum hin
róslituðu gleraugu auðvaldsblaðanna, heldur horfið með
yðar eigin augum, og spyrjið sjálfa yður, hvort þetta sé
sú menning, sem þér séuð verulega ánægðir með. í þessu
landi eiga 5 af hndr. af landsmönnum 95 af hndr. af auðn-
um, og nota þetta til þess að auka sinn hlutann af tekjun-
um og yfirráðunum; í þessu landi hafa 10 af hndr. af lands-
mönnum ávalt minni tekjur en þeir þurfa til viðurværis, og
geta ekki fengið nægan mat til þess að halda líkama sín-
um í eðlilegu ástandi; í auðugustu borg þessa lands koma
22 af hndr. af börnunum í skóla þjáð af of lítilli næringu;
í þessu landi vaxa óþverrahverfin í borgunum eins og af-
skapleg krabbamein, en menn hverfa frá bújörðunum, af
þvi að það svarar ekki lengur kostnaði að búa á þeim;
leiguliðum á jörðum fjölgar og veðskuldir á jörðum aukast
um 1—2 af hndr. á hverju ári; glæpum og sakamönnum í
fangelsum fjölgar jafnvel enn hraðar; frá 1 miljón til 5
miljóna manna, sem fúsir eru á að vinna, eru alt af látnir
ganga atvinnulausir; hálf miljón kvenna verður að selja
líkami sína til þess að fá lífsviðurværi; 93 af hndr. af út-
gjöldum stjórnarinnar er varið til undirbúnings undir mann-
dráp; auðæfa-afganginn, sem full þörf er á heima fyrir, er
ekki leyft að nota í landinu sjálfu, heldur er hann sendur
til annara landa til þess að leita að tækifærum til að græða
1) The Goslings, bls. 441—442.
10*