Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 73
66
Bæjarbragur í Reykjavik.
jSkírnir
færður matur, sem það svo gleypti í sig. En þar við
bættist, að vinnan var þá næsta stopul, aðeins þá er skip
voru fermd eða affermd.
Jafnaðarstefnan var þó þá farin að ryðja sjer talsvert
til rúms í útlöndum, og verkföll þar orðin all-tíðkanleg. í
rauninni er það furðanlegt, hve seint þessi stefna fór að
gera vart við sig hjer á landi og á það vafalaust rót sina
að rekja til þeirrar kúgunar, sem alþýðan hafði átt við að
búa hátt á 3. öld af hendi verzlunareinokunarinnar. Menj-
ar hennar sáust langt fram á 19. öldina.
Verzlun var þá griðarmikil í Reykjavík, því að þangað
sóttu Mýramenn, Borgfirðingar, Árnesingar og Rangæingar,
þótt þá væri talsverð verzlun á Eyrarbakka, og jafnvel
Mýrdælingar, auk nærsveitamanna. í búðunum var þá verzl-
að með alla hluti milli himins og jarðar, því að þá voru
engar sjerverzlanir. Daglega var ekki mikið að gera í
búðunum, þó að þær væru oft fullar af fólki, því að þær
voru þá nokkurskonar samkomustaður fyrir almenning, en
á sumum tímum var afarmikið að gera: í vertíðarbyrjun,
mánaðamótin janúar og febrúar, þá komu sjómenn að hvaða-
næva og þurftu að taka út til vertíðarinnar, um lokin,
þá var venjulega mikið fyllirí og ólæti, sömuleiðis um jóns-
messu leytið, um lestirnar, sem stóðu hæst frá 5.—15. júlí,
og um haustið i sláturstíðinni.
Um lestatímann var mest að gera, þá var líf og fjör
í bænum, ómögulegt að þverfóta fyrir þröng í búðunum,
bæði fyrir innan borðið og utan; illmögulegt að komast á-
fram í Hafnarstræti fyrir hestaþvögu og krökkt af tjöldum
á Austurvelli. Hann var þá með dældum og*smáhæðum
á milli, en var lagaður og sljettaður 1875, er Thorvaldsens-
líkneskið var reist. í tjöldunum var oft kátt á kvöldin og
háreysti, því að þá var brennivín falt í hverri búð. Marg-
ir ferðamenn tjölduðu líka í Fossvogi, enda voru þeir þar
nær hestum sínum. Reykjavíkur-drengir gættu hestanna
og fengu ákveðna borgun fyrir hvern hest um sólarhring-
inn, og höfðu margir drjúgan skilding upp úr því.