Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 251
II
Skýrslur og reikningar.
Þá las forseti upp reikninga fjelagsins fyrir síðastliðið ár og
voru þeir samþykktir í einu liljóði.
Endurskoðendur voru endurkosnir með lófataki.
Forseti skýrði frá því, að fjelagið gæfi út á þessu ári, auk
Skírnis, sem væri 15 arkir, eitt hefti af ísl. fornbrjefasafni (8 arkir),
síðasta hefti af I. bindi og 1. hefti af II. bindi af Annálum og loka-
hefti af I. bindi Kvæðasafns.
Siðan bar forseti upp fyrir fundinum þá einróma tillögu stjórn-
arinnar, að þeir prófessor Halldór Hermannsson, dr. Sigfús Blön-
dal og dr. Vilhjálmur Stefánsson yrðu kjörnir heiðursfjelagar. Voru
þeir kjörnir í einu hljóði.
Þá vakti Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri máls á, að breyta
til um útgáfu Fornbrjefasafnsins. Vildi láta gefa það út í færri ein-
tökum, og láta þá eina fá það, sem æsktu, jafnvel helzt fyrir auka-
tillag. — Forseti kvað þetta hafa komið til mála i fulltrúaráðinu
og að breyta til að Ioknu því bindi, sem nú er að koma út. —
Sjera Jóh. L. L. Jóhannsson varaði við að hætta við útgáfu Forn-
brjefasafnsins og að gera verulega takmörkun á útgáfu þess. —
Guðm. Hlíðdal áleit, að komið gæti til mála að breyta um fyrir-
komulag útgáfunnar, en fyrst yrði þá að rannsaka, hve mikið spar-
aðist við það. Beindi þeirri tillögu til stjórnarinnar, að athuga það.
— Þorkell Þorkelsson tók enn til máls og áleit mundi bráðlega
reka að þvi, að hætt yrði útgáfu Fornbrjefasafnsins í því formi, sem
nú væri haft. Minntist á fjölritun í stað prentunar, — og jafnvel á
fleiri bókum. — Sjera Jóhannes og Guðm. Hlíðdal tóku aftur til máls
og ennfremur tók fundarstjóri í sama streng og sjera Jóhannes;
kvað athugavert að hætta útgáfunni eða takmarka mjög upplagið.
— Þorkell tók enn til máls, í lika átt og áður, en tók sjerstaklega
fram, að hann óskaði ekki að útgáfunni yrði alveg hætt.
Fundarbók lesin upp og samþykkt. Fleira ekki aðhafst.
Fundi slitið.
Kristinn Danielsson.
Matthías Þórðarson.