Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 169
162
Refsivist á íslandi.
[Skírnir
fram, um hvað dómendur voru höf. sammála og um hvað
ósammála. Doktorsrit eru venjulega um efni, sem lítt eru.
könnuð áður. Þegar andmælendurnir fara að rannsaka málið
á eftir, mundi það ósjaldan verða, að þeir fyndu ýmislegt nýtt
um það, nýjar heimildir og ný sjónarmið, sem fyrsti könnuður-
inn, doktorsefnið, hefði eigi veitt athygli. Rannsókn þeirra
gæti því orðið viðbót við rannsókn doktorsefnisins og
varpað með ýmsum hætti nýju ljósi á efni það, er hann
hefir rannsakað. Grein þessi verður að vísu ekki svo ítar-
leg, að ég geti allra smáatriða, sem ég er höf. ósammála
um, en af ástæðum þeim, sem nú voru greindar, mun ég
nota þetta tækifæri til þess að bæta á stöku stað nokkru
við frásögn höf. um refsivist hér á landi.
Sögu refsivistar á íslandi má skipta í fjóra þætti. Nær
hinn fyrsti fram til ársins 1761, þegar byrjað var á bygg-
ingu betrunarhússins á Arnarhóli. Annar þátturinn er tíma-
bilið frá 1761 og til 1816, er betrunarhúsið var lagt niður.
Þriðji þátturinn nær frá 1816 og fram til 1869, er hegn-
ingarlögin, sem nú gilda, voru sett. Og loks er fjórði þátt-
urinn, saga refsivistarinnar síðan. Höf. rekur alla þessa
fjóra þætti í riti sínu.
í fyrsta þættinum fer hann fljótast yfir sögu, enda var
ætlun hans, eins og heiti ritsins sýnir, að lýsa aðallega
refsivist hér á landi eftir 1761. Fram að þeim tíma var
heldur ekkert hegningar- eða betrunarhús til hér á landi.
Refsivist var þó bæði lögð við brotum að lögum, og beitt
af íslenzkum dómstólum fyrir þann tíma, en senda varð
sakamennina utan, til þess að afplána refsinguna. Höf.
gefur í upphafi ritsins nokkurt yfirlit yfir þetta efni, og um
tildrög þess, að betrunarhúsinu á Arnarhóli var komið á
fót, og vildi ég hér bæta nokkru við þá frásögn.
Fram eftir öllum öldum þekktist refsivist eigi að ís-
lenzkum lögum. Refsingar þær, er tíðkuðust, voru fjár-
sektir, ærumissir, útlegð úr landi eða héraði og líkams-
refsingar ýmiskonar, liflát, hýðing, brennimark o. s. frv.
Refsingum þessum varð fullnægt í einni svipan, og þurfti