Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 77
70
Bæjarbragur í Reykjavík.
[Skírnir
til þær voru orðnar hæfilega þunnar og bakaðar við móglóð.
Þessi þjóðlega brauðtegund virðist nú vera að detta alveg
úr sögunni.
Nokkuð fluttist þá inn af rúgmjöli, en mest var flutt
inn af ómöluðum rúgi; var hann fluttur laus i lestinni, og
landsmönnum ætlað að mala hann sjálfum. Fyrir því var
á öllum efnaðri heimilum hjer í bæ malarkvörn. Af öðrurn
korntegundum var þá ekki flutt annað inn en bankabygg
og heilbaunir. Bankabyggið var líka malað og haft til
grautargerðar, og þótti hann miklu betri en rúgmjölsgraut-
ur. Haframjöl þekktist þá ekki. Baunir voru dýrar, og því
lierramannsmatur og hátíðamatur hjá alþýðunni.
Það hefur lítið verið minnzt á kjöt hjer að framan og
okkert á slátur. Haustið og fram undir jól var auðvitað bezta
tíð fátæklinganna, þvi að enginn var svo aumur, að hann
gæti ekki fengið innan úr nokkrum kindum og 2—3 ær-
skrokka. Slátrið var jetið jafnharðan, meðan það entist,
en kjötið var geymt í súpur, en sá var gallinn á, að salt
var þá almennt of mikið sparað, svo að kjötið úldnaði fljót-
lega og var þvi eiginlega ekki lostæt fæða. Hangikjöt
var litið haft um hönd nema á jólunum. Fyrir jólin og
sumardaginn fyrsta, þennan gamla, þjóðlega hátíðisdag ís-
lendinga, var víðast bakað eitthvað til hátíðabrigðis. Hjá
fátæklingum voru það aðallega lummur, sem voru borðað-
ar með kaffinu, sykraðar eða með sirópi. Þá þekktust ekki
jólatrje, en þó kunna þau að hafa verið hjá einstökum
dönskum fjölskyldum, en þau fóru að tíðkast úr því þessu
timabili lýkur, og nú er svo komið, að varla er svo fátækt
heimili til í bænum, að ekki sje haft lítið jólatrje eða
grenisveigur.
Það hefir nú verið minnzt á matinn, og er þá eftir að
tala um drykkinn. Kaffi var þá orðinn aðaldrykkurinn,
eins og er enn. Með kaffinu var gefinn kandísmoli. Te
var líka nokkuð almennt, oft úr blóðbergi, sem þá óx
mikið á Melunum. Mataráhöld voru hin sömu og nú, þá
var almennt grautur og súpa borðað úr skálum í stað djúpra
diska nú. Hnífapör voru þá enn nálega óþekkt hjá alþýðu,