Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 119
112
Kjalleklingasaga.
[Skírnir
Ljótólfsstaðir »inn frá Kaldakinn« er eflaust sama sem eyði-
jörðin (-hjáleiga) Ljótarstaðir (Johnsens jarðatal); Vífilstoptir er
°g eyðijörð (-hjáleiga; Johnsens Jtal); Þórunnartoptir kvað
vera sama sem Hálsasel fyrir austan Staðarfell (Árbók
1896, 21. bls.). Arastaðir1) er sama sem Harastaðir nú,
næsti bær fyrir utan Staðarfell. Túngarður er enn bygður
bær. Svíney er sama sem Purkey. Deildarey heitir svo enn
og heyrir Staðarfelli til. Af þessu er ljóst, að allt það, sem
sagan getur um, fer fram á litlu svæði, i nánd við Stað-
arfell, eða í austurhluta Fellsstrandarhrepps, og þar voru
Fellsskógar, er svo eru nefndir.
Hvort það sem Landn. segir frá er þáttur úr sögunni
eða meginefni hennar er auðvitað óvíst, en nær er mjer
að halda, að það sje hið síðar nefnda.
Sagan eða þátturinn sýnist hafa verið hjerumbil þessi:
Fyrst hefur staðið frásögn um Kjallak og börn hans,
þau talin og afkvæmi beirra, eftir því sem þörf gerist, sbr.
ættartöluna I hjer á undan. Svo hafa aðrir verið taldir,
»sem komu til sögunnar« (ættart. II og III). Um Ljótólf
er það sagt, að hann væri risa-ættar að móðerni, nema
svo sje, að átt sje við Hrafsa (hann var o. s. frv. getur
verið tvírætt), hefði hann þá átt að vera hálfbróðir þeirra
Þorsteins og Bjarnar, en hitt mun þó líklegra.
Þátturinn (eða sagan) hefst á ástamáli. Álöf, dóttir
Þorgríms undir Felli, tekur ærsl, og kendu menn það fyrst
Hrafsa; líklega hefur hann verið biðill hennar og er skoð-
aður sem fjölkyngismaður, en Hrafsi tekur Oddmar Þór-
unnarson hjá hvílu hennar. Eftir því skyldi ætla, að Odd-
mar hafi líka viljað ná ástum hennar með gjörningum og
ærslin sjeu honum að kenna og það hefur hann játað á
sig eftir berum orðum ágripsins; hefði hann með því viljað
hindra, að Hrafsi fengi hennar.
Svo lítur út fyrir sem Þorgrímur, faðir Álofar, hafi
verið hlyntari Oddmari (vegna þess að móðir hans fóstraði
bróðurson hans?), og gefið honum Deildarey; af því að
1) Orra — er mislestur.