Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 59
52
Bölv og ragn.
[Skírnir
dróttkvæðunum í sinni upphaflegu merkingu. Þriðja aðal-
nafnið er djöfull. Það er upphaflega grískt: diabolos
og merkir eiginlega rógbera. En orðið hefir tekið á sig
rammíslenzka mynd, svo að það hefir orðið engu síður
munntamt en hin nöfnin.
Þessi nöfn, er eg nú hefi nefnt, eru aðalheitin á þess-
ari persónu, lögheiti hans, ef svo má að orði kveða. Það
eru þau, sem prestarnir nefna í stólnum, og það eru þau,
sem menn taka sér í munn, þegar þeir bölva í fullri alvöru,
en auk þess hefir hann fengið mörg önnur heiti. Sum þeirra
eru einskonar tæpitunga eða gæluorð, mynduð af nöfnun-
um andskoti og djöfull. Að þeim skal eg víkja síðar. Hin
eru sjálfstæð nöfn, er bregða hvert sínu ljósi yfir persón-
una. Eg skal taka þau í stafrófsröð. Ári er sama orðið
og árr, er merkir sendiboði, og var því jafnt haft um sendi-
boða guðs sem um sendiboða fjandans. »Guð gerir anda
áru sína« stendur í einu elzta guðfræðiriti á norrænu, en
hins vegar er sagt fjandinn og hans árar. Síðan hefir þetta
þjóns nafn færst yfir á húsbóndann sjálfan. Djangi eða
djanki held eg sé sama orðið og dianche, en það er
gæluorð bæði á spönsku og frönsku, dregið af diablo eða
diable = djöfull. Ef Jónas Hallgrímsson hefir »Djankinn« í
merkingunni refur í vísunum um Kolbeinsey, þá hygg eg
þar sé afleidd merking, af því að refur heitir skolli.
Drýsill kemur fyrir í samsetningunni drýsildjöíull. Á
nýnorsku er til orðið drós (kk) er merkir klunnalegan,
latan mann, og telja Falk og Torp það ef til vill skylt
miðlágþýzku orðunum drös, dröst (kk), sem merkja risa,
þorpara, djöful, og á norðurfrisnesku er drós djöfull. Drýs-
ill væri smækkunarorð myndað af drós eins og trygill af
trog. Germönsk rót er dras eins og í orðinu að drasla.
Drýsildjöfull væri þá eiginlega draslaradjöfull.
Fjári held eg sé blátt áfram samandregin mynd af
fíari eins og fjandi af fíandi, og merki hið sama, hatar-
ann, óvíninn. Líklega hefir þessi orðmynd haldist í al-
þýðumáli alla tíð jafnhliða fjandi, þó að hún hafi ekki ver-
ið bókfest.