Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 116
Kjalleklingasaga (?)
í útgáfu minni af Landnámabók 1900, í formálanum
bls. XLVIII, hef jeg getið þess til, að kap. III i Sturlubók
væri ágrip — stutt, ófullkomið og að nokkru leyti óskilj-
andi — af týndri íslendingasögu, er hefði getað heitið
Kjalleklingasaga; sbr. og orð G. Vigfússonar í safni I, 226.
Landn. getur um aðrar sögur, er löngu eru týndar, svo
sem saga Böðmóðs gerpis ok Grímólfs, saga Þórðar gellis,
saga Vébjarnar o. s. frv. Efalaust eru fleiri sögur, týndar,
er vjer kunnum nú ekki að nefna.
En hvernig sem um það er, er enginn vafi á, að kap.
III, er nefndur var, er ágrip af sögu. Vjer viljum hjer gera
tilraun til að ná í efni þessarar sögu, þótt erfitt sje. Ef
það greiðist nokkurn veginn, rís upp ný saga, sem lítill
sem enginn gaumur hefur gefinn verið. Hún er breiðfirsk,
eins og Eyrbyggja og Laxdæla.
Kapítulann verður að setja hjer með ummerkjum, eins
og hann er í handritunuin. Meginmálið er tekið úr Sturlu-
bók; í svigum er orðmunur úr Melabók, táknaður M, í
Hauksbók sjálfa vantar kapítulann (heilt blað var týnt úr
handritinu), en iítill kafli úr honum er í öðru (pappírs-)
handriti sagður tekinn úr Hauksbók, hvort sem það er rjett
eða ekki; orðamunur úr honum er hjer táknaður H:
»Kjallakr hét maðr, . . . hann nam land frá Dögurðará
til Klofninga ok bjó á Kjallaksstöðum. Hans son var (synir
váru M) Helgi hrogn ok Þorgrímr þöngull undir Felli, Eilífr
prúði, Ásbjörn vöðvi á Orrastöðum, Björn hvalmagi í Tún-
garði, Þorsteinn þynning, (þunneyjungr M úr »Ldn«) Gizurr
glaði í Skorravík, Þorbjörn skröfuðr (skörðuðr M úr »Ldn«)
á Ketilsstöðum, Æsa í Svíney móðir Eyjólfs ok Tinforna.