Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 65
58
Bölv og ragn.
[Skírnir
sem sjóvíti sætir, kemur sá hvalur, sem nafnið á, og vill
granda skipinu.« (J.Á. Þjs. I. 628). Alveg eins var það um
fjandann. Það varð að nefna hann einhverju öðru nafni
en hinu löghelgaða, til þess að hann gerði ekki alvöru úr
því og kæmi. í tæpinöfnunum kemur því fram einkenni-
legur tvíveðrungur. Annarsvegar ákalla menn fjandann, hins
vegar er beygur í þeim við hann, og því kalla þeir hann því
nafni, sem þeir að vísu skilja sjálfir, en ætla má að fjand-
'inn sjálfur kannist ekki við. Það kemur og greinilega fram
í orðatiltækinu fjandans ekki sinn (ekki sen), þar sem nafn-
ið er afturkallað um leið: það var ekki svo sem eg ætti
við fjandann! Menn reyna þannig að sigla milli skers og
báru, annars vegar svala sér á bölbæninni, eða fullyrðing-
unni, eftir því hvernig orðalagið nú er, hins vegar láta ekki
verða fulla alvöru úr þvi. Auðvitað kemur óttinn við aðra
menn nú á tímum oft í stað óttans við fjandann, menn
nota tæpinöfnin vegna þess að þeir eru hræddir um að
öðrum þyki hin of ruddaleg. En undir eins og geðshrær-
ingin verður nógu sterk, eru tæpinöfnin úr sögunni og sá
gamli nefndur sínum réttu nöfnum. Venjulega er þá ekki
eitt iátið duga, heldur blótsyrðunum tvinnað og þrinnað
saman, eða krossbölvað sem kallað er. Þetta skýrist af eðli
geðshræringanna. Hver geðshræring er kerfi hneigða, er
sækja að einum ósi. Aðalhneigð reiðinnar er að brjóta nið-
ur mótstöðu og eyðileggja. Af því kemur vöðvastælingin,
sem reiðinni fylgir. Sú stæling nær auðvitað líka til tal-
færanna:
Grenjuðu voðahljóð með há,
hömuðust ramir bófar.
Reiður maður getur ekki tekið sér í munn önnur orð
en þau, sem einhver mergur er í, stór orð, löng orð, orð
sem gefa munnfylli og hægt er að leggja miklar áherzlur
á. Hins vegar verður að hálda sér við efnið. Hér koma
nú hin mörgu blótsyrði í góðar þarfir. Með því að tvinna
þau saman, næst það markmiðið, sem listin hefir löngum
stefnt að: einnig í fjölbreytni. Reyndar verða samböndin
stundum einkennileg, ef farið er að rýna í hugsanaþráðinn,