Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1931, Side 35
33
Á völlunum stóð vegleg höll, og þangað stefndu
þeir. Höllin stóð opin, því að jarlinn á Mornalandi
hafði séð til ferða þeirra, og tók hann á móti þeim
með opnum örmurn gestrisninnar. En um leið og
maðurinn í svarta kuflinum var kominn inn í höll-
ina og búinn að setja hið sjúka ungmenni í hæginda-
stól, þá hneig hann niður, og var þegar örendur.
Jarlinn og hirð hans var nú sem þrumu lostin og
horfði undrandi á hinn örenda mann.
“Hvað heitir þessi maður, og hvaðan kemur
hann?” spurði jarlinn að lokum.
Þá mælti eitt ungmennið:
“Við vitum engin deili á þessum manni. En hann
vísaði okkur leið eftir að dimmviðrið skall á, og
hommi skeikaði ekki í neinu.
“Og hann gaf mér brauðsneið úr malpoka sínum,
þegar eg var að örmagnast af hungri,” sagði ann-
að ungmenniö.
“Hann léði mér kápuna sína, þegar eg var kom-
inn að dauöa af kulda,” sagði þriðji unglingurinn.
“Maður þessi rétti mér broddstaf sinn, þegar eg
réði mér ekki í ofviðrinu,” sagði sá fjórði.
“Og hann bar mig á bakinu eftir að eg meiddist,”
sagði sá fimti.
“En hann var svo þögull, að liann mælti aldrei
orð af rnunni,” sagði sjötta ungmennið, sem liing-
að til hafði ekkert sagt; “og okkur stóð lengi stugg-
ur af honum. Við fengum aldrei að vita nafn hans.
Við þekkjum ekki æfisögu lians, og vitum því ekki,
hvort hann hefir kunnað þá list, að lifa.”
“Það varðar nú minnstu úr þessu, hvort hann
hefir kunnað þá list eða ekki,” sagði jarlinn eftir
stundar þögn; því að hitt er áreiðanlegt að hann
hefir kunnað til fullnustu þá torveldu íþrótt — að
deyja.”