Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1931, Blaðsíða 56
ar, en liennar móðir var Kristín dóttir Þorleifs hrepp-
stjóra á Hjallalandi. BræSur Kristínar voru þeir
Þorgrímur hreppstjóri á Hjallalandi óg Þorleifur er
þar bjó eftir liann, og átti skáldkonuna Helgu Þórar-
insdóttir og voru þeirra synir Þorsteinn í Kervogi
á Ströndum, nafnkunnur maður af sinni fjarskygn-
isgáfu og Þórarinn í Haga, er dó á Gimli fyrir mörg-
um árum síðan, var mikilvirkur smiður, sem báðir
þeir bræður voru.
Kona Ólafs heitir Ragnheiður Bjarnadóttir frá
Lækjardal í Refasveit, Einarssonar Bjarnasonar.
En móðir hennar hét Hólmfríður, var Guðmunds-
dóttir ættuð af Vatnsnesi. En Sigurlaug Gísladóttiv
frá Útib’eiksstöðum var móðir Hólmfríðar.
Þau Ólafur og Ragnheiður giftu sig 1896. Fluttu
til Vesturheims 1900. Settust á þetta land og tóku
rétt á því 1903.
Börn þeirra eru: 1. Sigurlaug Soffía, kennir á
skóla; 2. Hólmfríður, gift Hjálmi Danélssyni í Ár-
borg, umsjónarmanni aftur kominna hermanna. 3.
Kjartan Sveinn; 4. Bjarni; 5. Guðrún Anna, vinnur
á skrifstofu í Winnipeg; 6. Óli Ragnar; 7. Maignea
Sigurey, gift Arnþóri, verzlunarstjóra í Árborg.
Hann er sonur Sigurjóns kaupmanns Sigurðssonar.
Ólafur var í betra lagi hagorður, en fór dult með
það, því liann var vandlátur við sjálfan sig og lét
ekki mikið á sér bera. Kvæöi sáust eftir hann
kjarnyrt og liöleg , brá þar víða fyrir skáldlegum
tilþrifum, sem lærðir rnenn hefðu ekki þurft að
fyrirverða sig fyrir.
Ólafur er dáinn fyrir mörgum árum síðan.
Landnemi, lot 20.
Pétur Stefán Guðmundsson. — Faðir hans var
Guðmundur bóndi í Valdarási í Víðidal, bjó áður
í Kamphól í sömu sveit. Hann var alment kallaður
Guðmundur handarvana, því á ungum aldri misti
hann aðra hendina. En eftir sinni eigin fyrirsögn