Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1931, Page 117

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1931, Page 117
115 ur þeir sem hröktust með straum árinnar. Á þeim árum voru miklar skipaferðir eftir árr-ni frá Winnipeg til Crook- stone í Bandaríkjunum. Það gat því verið hættulegt að verða á vegi þeirra fyrir smáferju, eins og þá sem hér um ræðir, því gufubátarnir sendu frá sér stór boðaföll, sem velt- ust þvert yfir ána til beggja landa. Og einu sinni var þessi Langnesingaferja nærri farin af þeim orsökum. Eftir það ' gekk ferðin slysalaust en hægt, eins og árstraumurinn til St Andrews, sem var næsti lendingarstaður við landnámið. Þeg- ar þangað kom var fleytunni lagt inn í mynnið á þverá þeirri, sem fellur í Rauðána þar skamt frá og nefnd er Park River. Þaðan var hún dregin á uxum heim í nýlenduna. Eins og ráða má af líkum, lá ærið starf fyrir höndum, bæði I þvi að byggja skýli yfir sig og plægja landið. Þetta fyrsta sumar er þeirra mest getið við plægingarvinnuna, ólafs og Stefáns Uxum var beitt fyrir plógana og plægður sinn bletturinn hjá hverjum þessara frumbýlinga, í nokkurnveginn réttum hlut- föllum. Aðrir karlmennirnir tóku að sér byggingastörfin. Kofar þeir báru þess ljósan vott að þeir voru gerðir af van- efnum. Veggirnir að flestum þeirra voru hlaðnir úr torfi, eða grafið inn í gilbarma. Borðviður var enginn annar en sá sem var í kofanum og prammanum. Þess er sérstak- lega getið að pramminn var rifinn og borðviðurinn hafður í þak á hús Aðalmundar, sem var fyrsta húsið sem bygt var í nýlendunni. Þegar hallaði af sumri, munu flestir þess- ir menn hafa verið búnir að koma upp hreysum fyrir sig * og skepnur sínar. Meðan á þessum byggingum stóð, höfðu konurnar húsnæði hjá írskum hjórium, sem bjuggu niður við Parkána skamt frá þessu landnámi, og hét húsbóndinn John Salvon. Þegar kornskurðartíminn nálgaðist, lögðu nokkrir af þessum mönnum upp fótgangan|di suður til , áðurnefnds búgarðs, Grandy Farm, til að vinna þar viö uppskeruna. Vanalegt kaupgjald á þeim árum við þá vinnu var $1.50 á dag, en við plægingarvinnu var borgað mán- aðarkaup, 12 dalir um mánuðinn. Búgarður þessi var 0 sectionir, eða 7,460 ekrur að stærð. Þar unnu um upp- skerutímann 300 karlmenn. Um þenna búgarð hefði mátt segja eins og sagt var um Rómaborg á fyrsta ríkisstjórnar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.