Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Blaðsíða 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Blaðsíða 24
18 Flóttinn. IDUNN og var á upplausnartímum Napoleons-styrjaldanna, er Schopenhauer varð hin heimspekilega rödd tíðarandans. Menn kryfja látlaust menninguna og líf vort til mergjar og spyrja: hvar eru verðmætin? Þeir hafa séð miljónir verða að þrælum, lifum kastað á glæ og glatað í hams- leysi auðæfaleitarinnar, einstaklingseðlið og persónuleik- inn þurkast út i andlausri vinnu, og svo lýstur öllu saman í viðurstygð eyðingarinnar, er tíu miljónir æsku- manna Norðurálfunnar og Ameríku eru drepnar me& galdravélum, er vísindin — skart og blómi menningar- innar — hafa lagt æðisgengnum mönnum í hendur. Vissulega eru sárin nægilega víða — sum flakandi og önnur falin undir þunnu skæni — til þess að ástæða sé til þess að horfa óttablandinn til framtíðarinnar og bera kvíðboga fyrir mætti menningarinnar, til þess að finna fótum mannanna forráð. En það má snúast við vandamálunum með tvennu móti. Annar vegurinn er að segja skilið við menninguna með kostum hennar og göllum. Einhverra hluta vegna hefir svo skipast, að margir Islendingar virðast telja þann kost fýsilegan. A annan veg verður t. d. naumast skýrt það dálæti, sem skáld eins og Knut Hamsun hefir orðið fyrir hjá miklum fjölda manna. Eg hefi veitt því athygli, að hans er oftar minst á prenti á íslandi, heldur en ef til vill nokkurs annars erlends rithöfundar. Og bók hans Markens Gröde hafa menn talið fagnaðarboð- skap. Nú er það vitaskuld, að Hamsun er óvenjulega heillandi og töfrandi listamaður. Stíll hans er áfengur og skapsmunir hans og flughraði hugsunarinnar gerir lesandanum erfitt með alt viðnám. En Markens Gröde er rituð af manni, sem hefir öslað í gegnum lífið, leitað að verðmætum þess og ekki fundið í menningarheim- inum. Og þá grípur hann til hins gamla, rómantiska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.