Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Blaðsíða 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Blaðsíða 51
3ÐUNN Bernskuminningar Höllu. 45 kýrnar færi ekki í heystæðið, sækti þær, þegar þar að kæmi, og snerist í þarfir heimilisins, bæri inn vatn og mokaði fjósið. Borghildur sagðist ætla sér að ráða heimili sínu þenna dag, eins og hina dagana — þangað til ráðin kynni að verða tekin af sér af þessum æskuskríl. Við urðum að sætta okkur við þetta. En við réðum með okkur, að gefa Rúnu jafnan hlut við okkur af berjum, þegar við færum heimleiðis. Þegar á daginn leið, kólnaði veður og var orðið hvasst og rosalegt, er við komum að Hálsi í heimleið. Þá hitti eg Rúnu og gat fært henni hlut hennar af berjunum. Hún var við bæjarlækinn og þvoði þar úr sokkaböslum. Rúna var þá ekki skartklædd. Hún var að ofan, yzt fata, í stagbættum prjónpeysu-ræfli, sem svo var göt- ugur, að víða sá í handleggina bera. Að neðan var hún í strigapilsi, rifnu og óhreinu. En fótabúnaðurinn var enginn. Hún var berfætt. Henni var hrollkalt. Hendurnar voru þrútnar og rauðar og loppnar. Fæturnir voru blárauðir og kúfar voru upp af ristunum, og tærnar hurfu nærri því undir þá. Hún stóð í forarleðju á lækjarbakkanum, og það leyndi sér ekki, að líðan hennar var ærið bágborin. Hún var fátöluð — eins og utan við sig. — Er þér ekki voða kalt á fótunum, Rúna mín? spurði eg. — O-jú, svaraði hún. En eg er nú nokkuð farin að venjast fótakuldanum. Bágara á eg með kuldapollana. Mig tekur ógurlega í þá, þegar í þá berst leir eða sandur eða mold, og þeir geta aldrei gróið í Öllum þeim vaðli, sem eg verð að hafa. Angistarhreimur var í rödd hennar. Og eg held, að -eg megi fullyrða, að hún hafi orðið að bíta á jaxlinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.