Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Page 26
20 Flóttinn. IÐUNN brautum. Hún getur eins lagt sig til svefns þegar, og mun sá svefn verða um aldir alda. Spurningin er ekki um það, hvort komist verði framhjá þessum þætti í þroskaferli mannanna, heldur hvort unt verði að gera menninguna sér undirgefna. Er hægt að sveigja vélarnar til fullkominnar þjónustu við andlegar þarfir mannanna? Um það stendur baráttan. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mennirnir eru meira en að hálfu leyti í ánauð, fjötraðir af sínum eigin tækjum; en sigurinn fæst ekki með flóttanum frá þeim. Það er bjargráð flóttans, sem verið er að prédika íslendingum nú. Og það færist prentsvertubros yfir öll íslenzk blöð og tímarit í hvert skifti, sem það fréttist, að einhver útlendingur hafi hælt oss fyrir það, hve vel oss hafi tekist að verjast áhrifum menningarinnar. Til allrar hamingju sjá þeir alt rammskakt. Vér höfum orðið fyrir miklum hollum áhrifum, þótt meinbugir menning- arinnar birtist vitaskuld í íslenzku þjóðfélagi, eins og allsstaðar annarsstaðar. Enda sjá sumir útlendir menn glöggar en þeir, sem koma heim til þess að skoða einhverja konungsgersemi — þjóð, sem lifi einhverju »náttúrulífi«, óspiltu af áhrifum vondu þjóðanna úti í heiminum. Eftirtektarverð grein birtist t. d. í merkasta vikublaði Bandaríkjanna — The Nation — síðastliðið sumar um þetta efni. Greinin er eftir verkfræðing, fæddan í Berlín, af dönskum og amerískum ættum. Hann getur þess, að kunningi sinn frá Washington hafi ritað sér um það, að ef iðnaður hefðist á íslandi, þá yrði það upphafið að lokaþætti íslendinga. En hann spyr: »Ætti þjóð að glata framgirni sinni, til þess að geta varðveizt sem mannlegur og sögulegur kynjagripur, leikvöllur rómantiskra ferðamanna og laxveiðimanna?* Eftirtektar- verðast í ummælum hans er það, að hann bendir á, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.