Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1928, Side 28
22 Flóttinn. IÐUNN mikill misskilningur — að minsta kosti ekki nema hálfur sannleikur. Þetta er auðvitað saga eins þáttar breyting- anna, sem orðið hafa við sjóinn síðasta mannsaldurinn. Menn hafa hrundið út fleytum, sem hafa borið meiri arð á land, en nokkurn dreymdi um að gert yrði fyrir hálfri öld. En það er mesti misskilningur, að breytingin stafi af því, að síðustu áratugir hafi framleitt vitrari eða áræðnari og framtakssamari menn að eðlisfari, en fyrri kynslóðir. Breytingin stafar fyrst og fremst af því, að ofurlítilli kvisl af fjármagni heimsins var veitt inn í landið. Það eru fjárhagsöflin, sem hafa tekið mennina í þjónustu sína og beint lífi þeirra í þá átt, sem þeim öflum var eðlilegt. Byltingin stafar af íslandsbanka lang- samlega miklu fremur, en af einstökum atorkumönnum. Þeir eru ávalt finnanlegir til hvers sem vera skal og höfuðstraumar menningarinnar krefjast að þeir geri. Ef menn áttuðu sig alment á þessu, þá yrði talað mjög á aðra lund en gert er yfirleitt um flest efni á Islandi. Þá mundi það t. d. ekki koma fyrir, að forsæt- isráðherra landsins ritaði grein eins og þá, sem hr. Jón Þorláksson ritaði í Eimreiðina, er hann var að gera grein fyrir flokkaskiftingunni í landinu frá sjónarmiði flokks síns, Ihaldsflokksins. Greinin er afarskemtileg og prýðilega frá henni gengið, en rökfærslan mjög viðsjár- verð. Hann færir rök að því, að menn skiftist í þessa þrjá höfuðflokka landsmanna eftir lundarfari! Stjórn- lyndi og frjálslyndi einstaklinganna er höfuðskiftingin, og menn skipa sér þar í flokk, sem þessir sálareigin- leikar benda þeim til. Satt að segja virðist rómantíkinni hafa orðið meira ágengt, en búast hefði mátt við, ef þessi maður er orðinn áhangandi hennar. Því að skýr- ingin er framar öllu rómantísk. En einhverra hluta vegna hafði ég aldrei sett Jón Þorláksson í samband við þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.