Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Side 92

Kirkjuritið - 01.04.1971, Side 92
fjötra hins Gamla sóttmála og gyðingdómsins. Vér mœtum alls staðar í boðskap Jesú kröfu um algjört vald, þ. e. vér mœtum hinni sömu kröfu um trú og vér mœtum í kerygma, trúar- boðun hinna fyrstu kristnu manna. Vér verð- um því að endurtaka eina hinna einföldustu og augljósustu staðreynda (facts), þar eð hún er ekki lengur augljós öllum. Hver setning heimildanna vitnar um þessa staðreynd, sér- hvert vers guðspjallanna hamrar á þessu at- riði: Eitthvað varð, eitthvað einstœtt, sem aldrei hafði áður gjörzt. Rannsókn á sögu trúarbragða hefir hrúgað upp endalausum hliðstœðum og samlíkingum við boðskap Jesú. Þó er það svo, að því meiri hliðstœðum, sem vér hrúgum upp, þeim mun Ijósar verður það, að þessi boðskapur Jesú á engar hliðstœður. Það er engin sú hliðstœða við boðskap hans til, er birtir það, að Guð láti sig syndarann mestu skipta, en ekki þá réttlátu, og hann gefi þeim, syndurunum, hlutdeild í ríki sínu hér og nú. Það er ekkert sambcerilegt til því, að Jesús samneytir tollheimtumönnum og synd- urum. Það er engin hliðstœða til við það, að hann dirfist að ávarpa Guð sem abba. Þetta vald (authority) á enga hlistœðu. Hver sá, sem viðurkennir þennan veruleika, — og ég fœ ekki séð, hvernig hœgt muni að mótmœla honum, að orðið a b b a er óvéfengjanlega sagt af Jesú, og þetta orð, ef rétt er skilið, — og án þess að útvatna þýðingu þess, — veldur því, að hver maður stendur andspœnis kröfu Jesú um vald (authority). Hver sá er les söguna um ,,glataða soninn“, sem tilheyrir sjálfri grundallargeymdinni (bedrock of tradition) og .íhugar hvernig Jesús réttlœtir samneyti sitt við tollheimtumenn og syndara með þessari dœmisögu, sem lýsir ómœlis kœr- leika og guðlegri gœzku, hann stendur enn á ný andspœnis þeirri kröfu Jesú, að hann verði viðurkenndur sem sá, er Guð sendi og og hann gjöri allt með valdi (authority) hans. A þennan hátt vœri hœgt að taka hvert dœmið af öðru, og niðurstaðan verður ávallt sú sama. Þegar vér neytum allra þeirra gagnrýniað- ferða, sem vér eigum völ á til rannsóknar á hinum sögulega Jesú, þá verður endanleg nið- urstaða ávallt sú sama: Vér stöndum and- spœnis Guði sjálfum. Það eru þau sannindi, sem heimildirnar vitna um: Maður kom fram og þeir, sem við honum tóku voru þess full- vissir, að í boðskap hans heyrðu þeir Guðs orð. Það er alls ekki svo sem trúin sé talin minni háttar eða henni ofaukið, þótt ritskýrinð sýni oss, að bak við hvert orð og hvert verk Jesú er krafa hans um vald. (Hvernig getur tru orðið ofaukið?) Sannleikurinn er sá, að í hverju orði og verki Jesú er hvatning til trúar. Þegaf vér lesum guðspjöllin, jafnvel þótt vér lesum þau með gagnrýni, þá getum vér ekki snið- gengið þessa hvatningu. Þessi krafa um guðleg* vald er rót kristninnar. Af þessu leiðir það, að rannsókn á hinum sögulega Jesú og boð- skap hans er ekkert minniháttar atferli í nýja- testamentisfrœðum eða rannsókn á sérstöku sögulegu viðfangsefni meðal margra annara: Þetta er meginviðfangsefn1 nýjatestamentisfrœðanna. 3 FAGNAÐARERINDI JESÚ OG BOÐUN FRUMKIRKJUNNAR Vér erum þá komin að síðustu spurningunni- Sé nú fagnaðarerindi Jesú í orði og verki upp* haf og rót kristninnar, þá má spyrja: Hvert er sambandið milli fagnaðarerindis Jesús og trúarboðunar frumkirkjunnar? Hvert er sam- bandið milli boðskaparins fyrir upprisuna og boðskaparins eftir upprisuna, milli fagnaðar- erindisins og kerygma? Vegna þessara spurn- inga skal þetta sagt. (1) Fagnaðarerindi Jesú og trúarvitnisburður frumkirkjunnar verða ekki aðskilin. Hvorugt at- riðið er hœgt að fjalla um einangrað og eitt sér. Trúarvitnisburðurinn endurtekur fagnaðar- erindið, staðfestir það og játast því að nýju- Ekki verður heldur fjallað um kerygma eina sér. Þegar kerygma er slitin úr tengslum við Jesú og fagnaðarerindi hans, þá verður kerygma einvörðungu boðun hugsjónar (idea) eða kenningar (theory). Að einangra boðskap Jesú leiðir til ebjonahyggju og einangrun kerygma frumkirkjunnar leiðir til docetahyggju- (2) Ef því þetta tvennt á saman, fagnaðarer- indi Jesú og trúarvitnisburður frumkirkjunnar og sömuleiðis það, að ekki má aðskilja þetta- Þá er það einnig meginatriði, sem vér verðum að viðurkenna, að þetta tvennt er þó ekki o sama þrepi (on the same level). Fagnaðar- 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.