Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 165
158
Prestafélagið.
Frestafélagsritið.
6. Aðalfundur 1933
var haldinn að Reykholti dagana 26. og 27. júni. Sóttu fund-
inn 32 menn alls, þar af 23 prestvigðir, 1 guðfræðikandídat
og 8 konur. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg, og frú hans, voru gestir fundarins.
Formaður mintist i byrjun fundarins séra Skúla prófasts
Skúlasonar og hans mikla starfs fyrir félagið frá upphafi-
Var séra Skúli einn af stofnendum Prestafélagsins 1918, fyrsti
formaður þess 1919—1920 og lengst af í stjórn þess. Útsend-
ingu og afgreiðslu Prestafélagsritsins og annara bóka félags-
ins annaðist hann frá byrjun, og féhirðisslörf öll hafði hann
á hendi frá sept. 1924 til ársloka 1932. Margt annað vann
hann fyrir félagið, meðal annars að útgáfu á „Hundrað hug-
vekjum“, er komu út 1928. Lagði hann sjálfur til 3 hugleið-
ingar í safnið. — Heiðruðu fundarmenn minningu séra Skúla
með því að standa upp. Ennfremur var samþykt að senda
ekkju hans, prófastsfrú Sigriði Helgadóltur, samúðarkveðju
fundarins símleiðis. —
Var þá gengið til dagskrár, en aðalvcrkefni, auk venjulegra
fundarmála, var: Samstarf að kristindómsmálnm og menningar-
málum.
I. Um samstarf kirkju og skóla var mikið rætt og að lokum
samþykt tillaga um að koma sem fastastri skipun á það starf,
sem prestar liafa þegar hafið í mörgum skólum landsins til lcristi-
legra áhrifa á nemendur þeirra. — Þá voru kosnir fulltrúar
prestastéttarinnar til samvinnu við fulltrúa barnakennara
landsins. Umræður um þetta mál hófu formaður Preslafélags-
ins og Eiríkur Albertsson prófaslur á Hesti.
II. Um samstarf presla og guðfrœðinema og guðfrœðikandi-
data hóf formaður umræður og lýsti þvi, hvernig slíkri sani-
vinnu gæti orðið hagað og hvaða gagn af henni sprottið. —'
Eftir talsverðar umræður var samþykt þessi tillaga frá kirkju-
málaráðherra:
„Fundurinn telur æskilegt, að prestsefni eigi þess kost að
kynnast prestsstarfinu hjá góðum og reyndum prestum, áði»
en þeir taka vígslu, og felur stjórn Prestafélagsins að styðJa
að því i samvinnu við prestsefni, presta og kirkjuráð“.
III. Séra Halldór Kolbeins flutti erindi, sem hann nefndi-
Kirkjcm og kirkjustjórnin. Urðu i sambandi við það talsverðai
umræður og að lokum samþyktar þessar tillögur.
1. Aðalfundur Prestafélags íslands óskar, að Kirkjuráði'ð
reyni að koma því til vegar, að út séu gefnar hið fyrsta regl"
ur og leiðbeiningar um embættisfærslu presta.