Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 32
136
LISTSKÖPUN OG KENDAMÖRK
eimreiðiN
listaverkum. Öll listaverk eru geðþekk að einhverju leyti-
Megin-viðfangsefni fagurfræðinnar sem hlutlægra listvísinda
(listfræði) er því að rannsaka, í hvaða formum tilfinningar
eru látnar svo í ljós, að úr þeim verði list.
2. Listamaðurinn vill ekki að eins leiða í ljós tilfinningar.
Sá skilningur gildir að eins um þröngt svið listarinnar, ljóð-
rænan kveðskap, og á að eins að nokkru leyti við um málara-
list og hljómlist. — I listinni eru til viðfangs- og rannsóknarefni
eingöngu teknisk, sem ekkert eiga skylt við tilfinningar. I
listasköpuninni felst því meira en það eitt, að láta tilfinningar
í ljós.1)
Svar: Tilfinningar, sem látnar eru í ljós viljandi í því mark-
miði að vekja þær hjá öðrum, nota til þess sitt skynræna
mál. Þær styðjast við hugstarf hjá þeim manni, sem lætur sig
í Ijós, og krefjast hugstarfs áhorfandans, til þess að hann geti
skilið og tekið þátt í tilfinningum hins fyrra. En allir þeir
eiginleikar, sem skynsemi mannsins hefur skapað í listaverk-
inu, og alt vitsmunastarf áhorfandans, miða að því að vekja
tilfinningu hjá hinum síðarnefnda. Tækni í list er því ekki
annað en hin ýmsu ráð, sem notuð eru þar til að vekja list-
kendir. Tæknin fyrir tæknina, tækni, sem gefur alls ekkert
til kynna, er að mínu áliti ekki list, heldur dægradvöl eða
leikur. Hvers virði er tækni, sem að eins er stirðnuð, stein-
dauð form? Hvað stoðar leikni, ef andinn blæs ekki lífi 1
formin? Hver vinnur það gustukaverk að líta við þeim lista-
verkum, sem ekki snerta tilfinningu hans? Ef einhver læsi
upp fyrir mér meiningarlausa vísu svo dýrt kveðna, að ekki
mætti einungis kveða hana jafnt aftur á bak sem áfram,
heldur líka lesa hvert orð aftur á bak, þá hikaði ég ekki við
að telja vísuna nauða lélegt listaverk. Hugvitsmann, en ekki
skáld, mætti kalla þann, sem kveðið hefði vísuna. Það er ein-
mitt á hnignunartímabilum, að hugsunin deyr og druknar í
formskrúði og mælgi. Hellenistiska myndlistin á þriðju og
annari öldinni fyrir Krist stendur eigi jafnfætis grísku list-
inr.i á fimtu og fjórðu öldinni. Er það ekki svo mjög fyrir
1) Sjá E. Meumann: „Einfiihrung in die Aslhetik der Gegenwarl1',
bls. 115—116; 2. útgáfa.