Eimreiðin - 01.10.1936, Side 13
flMHEIÐIN
NORRÆN SAMVINNA
357
hærðum dætrum norðursins og töluðu um æsku og fegurð og
einingu hins norræna kyns, hlustuðu á fyrirlestra um norræn
efni og komu saman á fundi til að gera samþyktir, sem aldrei
voru framkvæmdar. Meðan hvergi var stigið fæti á fastan
grundvöll, en haldið sér sem mest uppi í skýjunum, var hlær-
inu yfir mótunum Ijúfur og hugðnæmur. Væri rætt um hag-
nýt efni, mátti búast við árekstrum, jafnvel hörðum rimm-
uin og móðgunum. Þó að þrumað væri i tíma og ótíma um
einingu Norðurlanda, vafðist flestum tunga um tönn, þegar
krafist var nánari skýringa á því hugtaki. Hvað fólst í orð-
Unum: andleg eining Norðurlanda? Var ekki með þeim verið
uð gera tilraun til að þurka út sérkenni hverrar þjóðarinnar
um sig og steypa þær allar í eitt alþjóðlegt mót? Svo var spurt,
°g svarið varð oftast hörð mótmæli gegn öllum slíkum til-
raunum, ef nokkrar reyndust. Þjóðrækniskendin var alt of
rík í hverri Norðurlandaþjóðinni um sig, til þess að slíkar
tilraunir hæru nokkurn árangur. Norðurlandaþjóðirnar geta
uldrei runnið saman í eina þjóð. Jafnvel á dögum Kalmar-
sambandsins, þegar ein og sama stjórn réði um öll Norður-
lönd, voru þjóðirnar þær sömu og nú. Það kom í bága við
alla sögulega þróun að tala um eina þjóð á Norðurlöndum.
»Hið norræna kyn“ var að vísu í upphafi ein og sama þjóð,
en slíkt skeður aldrei aftur. Það væri gagnstætt þróuninni,
aÖ greinar hins norræna stofns færu að vaxa saman aftur,
eftir að þær loks eru orðnar sjálfstæðar greinar — hver um
sig.
í raun og veru er liin nýnorræna hreyfing ekki að neinu
verulegu leyti frábrugðin skandinavismanum gamla, þótt
hún birtist í breyttri mynd. ÖIl gömlu einkennin gera vart
við sig. Jafnvel hinn rómantiski blær segir skýlaust til sin.
^tér dettur í hug i því sambandi vel skrifuð grein í einu dag-
blaðinu nú nýlega. Greinin var um dvöl norrænu stúdent-
ar*na á Laugarvatni í sumar. „Tilgangur Norræna félagsins
er að efla vináttu, samúð og samvinnu milli Norðurlanda-
þjóðanna um hverskonar fjárhags- og menningarmál." Fé-
^ögin í hinum ýmsu löndum norðursins halda uppi kynning-
ar- og fræðslustarísemi. Þau hafa yfir allmiklu fé að ráða og
standa að því leyti betur að vigi en norræna hreyfingin gerði