Eimreiðin - 01.07.1958, Page 13
EIMREIÐIN
Júlí—desember
1958
LXIV. ár
3.-4. hefti
Þetta gamla farmannsljóð
eftir Guðmund Böðvarsson.
(Þeir stigu út úr nýmánans geisla grannir og bjartir
í gullslikju hafs og nœtur — þögullar nœtur,
þeir stigu á skiþ mitt hljóðir með harm i augum,
hverjir, ég sþurði,
ég þekkti þá ekki,
hvaðan,
og mjúk eins og þagnandi andkul i rám og reiða
barst rödd þeirra að eyrum mér.
Þeir svöruðu, borg vor er eydd og drottning vor dáin,
sú drottning sem heitast þér unni, ó, rnaður, og lengi
i tima og rúmi um viðáttur sœvar og sanda
i sorg vorri höfum vér leitað i vöku og draumi
að þér.
Þá reis mér úr sœ það land sem var löngu sokkið
það land þar sem unglingur forðum til hafsbrúnar starði
og sá með Ijúfsárri löngun hverfa út i mistrið
lokkandi farfuglasveim,
strönd þess og eyjar, álfaborgir við voginn
álfahöllin hin bláa i skuggum og gliti,
og mjúklátrar snertingar allt í einu ég minntist
af ástríkum höndum tveim
og raddar er sagði, þú siglir að lieiman, en bráðurn
siglir þú aftur af hafi til mín og kemur
heim.