Eimreiðin - 01.07.1958, Page 20
152
EIMREIÐIN
á fylgjur manna og þeirra verka sem ýmist voru unnin i
heimsku eða fáfræði, en það var önnur saga, og þá heyrðum
við hún drap hnúum á dyrnar.
Þegar hún var farin lágum við áfram og biðum þess hún
kæmi aftur, og það var þægilegt að bíða eftir henni, af þvi
hún mundi koma eftir stutta stund með brúnan bakka úr
hertu efni með litlum, hvítum dúkbleðli skálöguðum undii'
gosdrykkjaflöskum, og þokan mundi ekki tefja hana. Kannski
var hann einnig að hugsa uin hvernig hún kæmi, þar sem
liann lá með svip stráklegrar kankvísi á andlitinu af því vinstra
augað hafði sigið aftur. Og kannski gladdi það hann einfald-
lega að sjá þjónustuna, er var komin vfir fertugt og virtist
ekki hafa hugsun á öðru en anza hringingum þeirra, sem
runnu í gegnum þetta hús til nýrra ákvörðunarstaða. Hún var
fölleit og hafði yfir sér þann daufa svip, sem fólk fær af að
sinna skyldustörfum við ókunnuga. Enginn gat séð hún þekkti
til manna utan bera í þá gosdrykki og búa um rúm þeirra.
Sjálfsagt var liún góð kona, en liún var ekkert augnayndi og
þess vegna hefði vatnið dugað.
— Afskaplega geta konur orðið pipraðar, sagði Lárus hand-
an úr bekknum. Hann hafði sett hendurnar undir hnakkann
og þegar ég leit til hans sá ekki í andlit lians fyrir hand-
leggnum.
— Ég get aldrei séð það á fólki, sagði ég.
— Horfðu á hana, þegar lnin kemur, og þá sérðu það.
— Ég er búinn að sjá hana og ég get ekki merkt hún se
öðruvísi en annað fólk, sagði ég.
— Jæja, sagði hann.
— Þetta er þreytuleg miðaldra kona, og það er allt og sumt.
sagði ég.
— Hún er föl og samfallin og þetta er skítastaður, sagði
Lárus.
— Mér finnst hún ekki mjög samfallin, og hver getur ekki
verið fölur, sagði ég.
Við töluðum ekki meir um hana vegna þess við heyrðum
hringla í glösum úti á ganginum og vissum að hún var að
koma. Lárus settist fram á, áður en hann sagði henni að
ganga inn. Hún tíndi af bakkanum á borðið og ég sá hún