Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1958, Page 28

Eimreiðin - 01.07.1958, Page 28
160 EIMREIÐIN hinna beztu skáldrita hans eru bráðlifandi og sérstæðar per- sónulýsingar. Sögufólk Hagalíns er sprottið úr sama jarðvegi og höfundurinn sjálfur. Frá upphafi hefur hann valið sér yrkisefni úr vestfirzku umhverfi og lýst lífi vestfirzkrar alþýðu, einkum sérkennum hinna gömlu Vestfirðinga, málfari þeirra, töktum og tiltektum, hugsunarhætti og viðhorfi til tilverunnar. Annar aðalþáttur ritstarfa Hagalíns eru ævisögur þær, seni hann liefur samið. Tel ég liiklaust, að þær einar myndu nægja til að halda nafni hans á lofti sem hins merkasta rithöfundar. Sögurnar af Sæmundi Sæmundssyni, Eldeyjar-Hjalta, Þórði á Sæbóli og sjálfsævisaga Hagalíns, eru víða svo vel ritaðar og svo merkur aldarspegill, að þær eru engu veigaminna fram- lag til íslenzkra bókmennta en beztu skáldverk Hagalíns. Dómur Sigurðar Nordals um sögu Eldeyjar-Hjalta á í rnegin- atriðum við um önnur ævisagnarit Hagalíns. Ummæli Nordals eru á þessa leið: „Það þarf ekki að bera lof á þessa bók fyrir þá, sem hafa hana í höndum. Hún hefur það meðal annars sér til ágastis að vera svo skemmtileg, að enginn mun geta stillt sig um að lesa hana spjaldanna á milli, sem einhvers staðar hefur gripið ofan í hana. Og hún mun ekki heldur bregðast þeim, sem vilja lesa hana til annars en eintóms gamans. Þetta er sönn og skýr mannlýsing, sem um leið bregður upp mynd af aldar- fari og umbrotum á örlagaríku tímabili í sögu þjóðarinnar. Ég er ekki í vafa um að Saga Eldeyjar-Hjalta muni jafnan verða talin með beztu ævisögum, sem ritaðar hafa verið a íslenzka tungu.“ — Þetta voru orð Sigurðar Nordals. Loks vil ég með örfáum orðum minnast á ritgerðir Haga- líns og blaðagreinar. Ekki veit ég tölu þeirra, en þær ern ákaflega margar. Fjalla þær um margvísleg efni, en flestai þó um bókmenntir. Bókmenntagagnrýni ritaði Hagalín leng1 að staðaldri, og kom þá víða við. Öðrum rithöfundum fremu1 hefur hann í fjölda ritgerða kynnt erlendar bókmenntir og unnið á því sviði mikið nytjastarf. Af yfirlitsgreinum hans um íslenzkar bókmenntir vil ég sérstaklega nefna langan og stórfróðlegan ritgerðaflokk um íslenzka ljóðlist frá 1874 til 1944, er birtist í Almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir árin 1951 -1954.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.