Eimreiðin - 01.07.1958, Síða 33
Truman Capote
eftir Þórarin Guðnason.
Fáum rithöfundum tekst að afla sér frægðar með fyrstu
bók. Hitt mun einsdæmi, þegar nafnið Truman Capote (frb.
^apótí) varð alþekkt báðumegin Atlantshafsins, áður en fyrsta
bók hans kom út. Eftir hann höfðu birzt örfáar smásögur í
h'maritum — þeirra meðal Miriam — og vakið mjög óskipta
athygli þeirra, sem höfðu opin augu og eyru fyrir bókmennta-
riýmælum. Einn slíkur var Cyril Connolly, brezkur rithöfund-
Ur °g gagnrýnandi, ritstjóri bókmenntatímaritsins „Horizon".
Hann hafði lesið smásögur eftir Capote og mun einnig hafa
séð fyrstu skáldsögu lians í handriti, þegar hann var á ferða-
!agi í Bandaríkjunum 1947. Hann skrifaði þegar lof um hinn
unga höfund og átti hvað mestan þátt í því að liann var
s,úmplaður sem undrabarnið í amerískum bókmenntum.
rruman Capote er Suðurríkjamaður, fæddur í New Orle-
ans 30. sept. 1924. Hann var lítt hneigður fyrir skólanám, en
fór snemma að fást við ritstörf, þótt fátt eitt af því, sem
Fann skrifaði innan átján ára aldurs, hafi séð dagsins ljós.
Skáldsagan „Other Voices, Other Rooms“ kom út 1948, smá-
sagnasafnið „A Tree of Night“ ári síðar, og 1950 safn ritgerða
°g ferðapistla, sem nefnist „Local Color“. Önnur skáldsaga
^ans „The Grass Harp“ birtist 1951 og árið eftir sneri hann
henni í leikrit. Fyrir áramótin síðustu kom svo „Breakfast at
T’iffany’s", ein löng smásaga og þrjár stuttar.
Flestar sögur Capotes gerast í Suðurríkjunum og hafa á
Ser þann blæ, sem sögur Faulkners og fleiri höfunda á þeim
s'óðum hafa orðið frægar fyrir, kenndan — með réttu eða
töngu — við hnignun og úrkynjun. Stundum er í sögum hans
tysna mjótt á munum hins raunverulega og óraunverulega,
°g persónurnar þykja ekki ævinlega sem sennilegast fólk. At-