Eimreiðin - 01.07.1958, Side 36
MIRIAM
eftir Truman Capote.
Frú Miller bjó ein í nýuppgerðu tígulsteinshúsi skamnit
frá East River. íbúðin var notaleg, tvö herbergi og lítið eld-
hús, og hún hafði flutt í hana fyrir nokkrum árum. Maður-
inn hennar sálugi, H. T. Miller, hafði látið eftir sig sænii-
legustu líftryggingu. Áhugamál hennar voru fá og smá, hún
átti eiginlega enga vini og gerði sjaldan víðreistara en út i
matvörubúðina á horninu. Sambýlisfólkið veitti henni enga
athygli, enda var klæðnaður hennar sundurgerðarlaus, hárið
stálgrátt, stutt og bylgjað af handahófi, hún málaði sig ekki.
andlitið var næsta venjulegt konuandlit, og þegar hún átu
afmæli síðast, hafði hún einn um sextugt. Athafnir hennar
toru ekki eitt í dag og annað á morgun — hún tók til í her-
bergjunum, kveikti sér einstöku sinnum í sígarettu, matreiddi
lianda sér og hirti kanarífugl.
Svo hitti hún Miriam. Það var kvöld og snjókoma. Þegar
frú Miller var búin að javo upp, leit hún í síðdegisblaðið og
rakst þá á auglýsingu um kvikmynd, sem var sýnd í grennd-
inni. Nafnið var álitlegt, svo að hún tróð sér í bifurskinns-
kápuna sína, setti upp skóhlífarnar og fór út, en í ganginuin
skildi lnin eftir eitt ljós — henni var meinilla við myrkrið.
Drífan var smáger, féll hægt og bráðnaði um leið og hun
snart gangstéttina. Nepjunnar frá ánni gætti ekki nema á götu*
hornum. Frú Miller flýtti sér og gekk álút, í blindni eins og
moldvarpa, sem grefur sér göng. Hún fór inn í búð á leið'
inni og keypti piparmyntur í poka.
Við miðasöluna var löng biðröð, og frú Miller slóst 1
hópinn. Þessa stundina voru engin sæti laus — tilkynnti þreytu'
leg rödd — en biðin yrði varla löng. Frú Miller leitaði 1
leðurtöskunni sinni, unz hún fann nákvæmlega rétta upP'
hæð fyrir aðgönguiniða. Fólkið í biðröðinni fór sér að eng11