Eimreiðin - 01.07.1958, Síða 39
EIMREIÐIN
171
Miller sneri og sneri, og aldrei þagnaði bjallan. „Hættið að
hringja!" hrópaði hún. Loksins opnaðist lásinn, og frú Miller
gerði ofurlitla gætt. „Hver ósköpin ganga á?“
„Sæl,“ sagði Miriam.
„Hvað. . . nú, komdu sæl,“ sagði frú Miller og mjakaðist
hálfhikandi út í ganginn. „Þú ert telpan, sem ég hitti þarna
u m kvöldið."
„Ég hélt þú ætlaðir aldrei að svara, en ég sleppti ekki
hnappnum, því að ég vissi, að þú varst heima. Finnst þér
ekki gaman, að ég skuli vera komin?“
Frú Miller vissi ekki, hverju svara skyldi. Hún sá, að Miri-
am var í blárauðu flauelskápunni og hafði nú samlita húfu
á höfðinu. Hvíta hárinu var skipt í tvær ljómandi fléttur, og
l'm hvorn fléttuenda var geysistór hvítur borði bundinn í
skrauthnút.
„Fyrst ég er nú búin að bíða svona lengi, þá gætirðu að
minnsta kosti hleypt mér inn,“ sagði hún.
„Það er orðið svo framorðið."
Miriam horfði tómlega á hana. „Hvað gerir það til?
Hleyptu mér inn. Það er kalt hér frammi á gangi, og ég er í
silkikjól." Að svo mæltu benti hún frú Miller mjúklega að
N’íkja til hliðar og gekk inn í íbúðina.
Hún fleygði kápu sinni og húfu á stól. Víst var hún í silki-
kjól. Hvítum silkikjól. Hvítum silkikjól í febrúar. Ermarn-
ar voru langar, pilsið í ótal fögrum fellingum, og það skrjáf-
aði örlítið í silkinu, þegar hún reigsaði um gólfið. „Þetta er
fyrirtaksíbúð," sagði hún. „Þetta er fyrirtaksgólfábreiða; blátt
er minn litur.“ Hún þuklaði á pappírsrós, sem stóð í keri á
kaffiborðinu. „Eftirlíking,“ sagði hún döpur í bragði. „Það
Var leiðinlegt. Mikið eru eftirlíkingar alltaf leiðinlegar.“
Hún settist á legubekkinn og breiddi úr pilsinu eins og heims-
hona.
„Hvað viltu mér?“ spurði frú Miller.
„Seztu,“ sagði Miriam. „Ég þoli ekki að sjá fólk standa upp
á endann.“
Frú Miller lét fallast á sessil. „Hvað viltu mér?“ endur-
lók hún.
„Heyrðu, finnst þér ekkert gaman, að ég skyldi koma.“