Eimreiðin - 01.07.1958, Page 54
186
EIMREIÐIN
bertsen kaupmanni og fól honum að taka við bríkinni og
geyma hana vandlega, unz hægt yrði að transportera hana
suður til ákvörðunarstaðar síns í Reykjavík. Þar með var þa
bríkin komin af stað og í vörzlu Niels Lambertsens. Eftir var
að greiða reikninginn fyrir ofantökuna og flutninginn, en
það plagg bregður skærri birtu yfir allt bjástrið og umstang-
ið. Og þannig hljóðar þá þessi reikningur yfir kostnað við
að transportera stóru altaristöfluna ,,fra Skalholt til Öre-
bakke“.
Til snikkara monsjör Ámunda Jónssonar
í Syðra-Langholti í Ytrihrepp sem sjálf-
ur skaffaði sér reiðhest .................. 2 rd. 28 sk-
Fyrir fjóra aðra menn, sem hver skaffaði
einn dráttarhest, 2 rd. pro persona .... 8 rd.
Fyrir nauðsynlega hjálp annarra en t’yrr-
greindra manna við að taka niður brík-
ina, bera hana út úr kirkjunni og leggja
hana á sleðann, ásamt láni á ólarreipum,
hvar af eitt slitnaði ................ 1 rd.
Fyrir tvo menn frá Skálholti til Oddgeirs-
hóla, auk þeirra fimm, sem áður getur,
48 skildinga hvor ...................... 1 rd.
Sleði með eikarmeiðum járnslegnum, með
smíðalaunum .............................5 rd.
55 pund ullar til að stoppa með, 6 sk.
pundið ................................. 3 rd. 42 sk-
Samanlagður kostnaður við að koma bríkinni til Eyrar-
bakka varð eftir þessu 20 ríkisdalir og 90 skildingar-
í nútíma peningum rnundi þessi upphæð nema nær 20 þuS-
krónum og mætti það þykja álitleg upphæð fyrir að koma
einni altaristöflu frá Skálholti til Eyrarbakka. Steindori
sýslumanni ofbauð líka reikningurinn, og hefur liann verið
uggandi um að stiftamtmaður neitaði að borga hann. Let
hann því bréf fylgja reikningnum, þar sem bann biður þess
undirdánugast, að hann megi greiða þennan reikning óbreytt-