Eimreiðin - 01.07.1958, Side 58
190
EIMREIÐIN
Annars segir Lambertsen, að altaristaflan sjálf sé að mestu
leyti upprotnuð á þeim 24 árum, sem hún hafði legið í pakk-
húsi á Eyrarbakka, en nokkrar myndir séu að vísu ekki sund-
urfúnaðar, þótt skemmdar séu. í bréfinu er Lambertsen staffír-
ugur vel og hefur bersýnilega ekki fundið sök bíta sig vegna
bríkarinnar.
Nú sneru stiftsyfirvöldin sér til séra Jakobs Árnasonar í
Gaulverjabæ og báðu hann að búa um bríkina. Gerði hann
það, og í ágústmánuði 1819 lagði skip Lambertsens frá landi
og hafði innanborðs tvo kassa með leifum af nokkrum limlest-
um myndum, sem einar þóttu sendilegar af gömlu bríkinni-
Pökkunin kostaði 8 rd. og flutningurinn til Hafnar aðra 8
rd., svo að allur kostnaður, sem nú var á fallinn í sambandi
við eyðileggingu bríkarinnar, var orðinn um 36 ríkisdalir
eða um 30—40 þúsund krónur eftir nútíma verðlagi.
Fornleifanefndin varð óhýr, þegar hún sá, hvað kassarnir
liöfðu að geyma. í bréfi til stiftsyfirvaldanna segist hún
liarma, að leifar þessar hafi næstum allar fundizt svo for-
djarfaðar og gegnumrunnar af saltlegi og öðrum raka af lang-
vistum bríkarinnar í Örebaks pakkhúsum, að ekki alleiníi
gylling og málning sé dottin af trémyndunum, heldur séu
þær sjálfar svo afmyndaðar, að nú sé ekki lengur hægt að sja
þeirra réttu lögun og líki og næstum því engin þeirra se
hæf til uppsetningar með öðrum merkum minjum í því kon-
unglega safni.
Eigi að síður segist nefndin borga áfallinn kostnað, en læt-
ur í það skína, að þeim peningum sé sem á glæ kastað.
Stiftsyfirvöldin hafa fundið kaldan anda í þessu bréfi forn-
leifanefndarinnar, svöruðu þtí til málamynda með loðnum
afsökunum, og þar með lýkur bréfaskiptum um þetta mák
24 ár liðu frá því að bríkin mikla var flutt lieil og ósködduð
frá Skálholti, þangað til leifar hennar tóku land í Kaupmanna-
höfn. Og líða nú langar stundir í þögn.
Árið 1930 afhentu Danir íslendingum að gjöf marga is'
lenzka forngripi úr þjóðsafni sínu, meðal annars nokkra, sem
fornleifanefndin hafði á sínum tíma látið flytja úr landi- I
þeirn hópi eru nokkrar útskornar dökkar eikarmyndir, og bei
þar mest á mynd af Jóhannesi skírara í síðri skikkju eða kápu